fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Þetta eru tekjuhæstu leikkonur Hollywood

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. ágúst 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forbes-tímaritið hefur gefið út lista yfir tekjuhæstu leikkonur Hollywood á síðustu tólf mánuðum. Á listanum kennir ýmissa grasa en í efsta sæti situr Óskarsverðlaunaleikkonan Emma Stone.

Listinn tekur til tólf mánaða tímabils, frá júní 2016 til júní 2017, en á þessu tímabili áætlar Forbes að Emma hafi þénað 26 milljónir Bandaríkjadala, 2,8 milljarða króna. Þessar miklu tekjur má að stærstum hluta rekja til velgengni La La Land, en Emma fór með aðalhlutverk myndarinnar ásamt Ryan Gosling. Hún hlaut Óskarinn sem besta leikkona í aðalhlutverki.

Þess má geta að á síðasta ári þénaði hún 10 milljónir dala og nemur tekjuaukningin því 160 prósentum á milli ára.

Jennifer Aniston er í öðru sæti listans með tekjur upp á 25,5 milljónir dala, rétt tæpa 2,8 milljarða. Í þriðja sætinu situr svo Jennifer Lawrence en hún var á toppi listans á síðasta ári og árið þar á undan. Tekjur hennar námu 24 milljónum dala, rúmum 2,6 milljörðum króna.

Aðrar leikkonur á topp tíu listanum voru Melissa McCarthy, Mila Kunis, Emma Watson, Charlize Theron, Cate Blanchett, Julia Roberts og Amy Adams.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set