fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Opinská Díana

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 6. ágúst 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn sýnir breska sjónvarpsstöðin Channel 4 þátt þar sem birt verða brot af gömlum upptökum þar sem Díana prinsessa af Wales talar á afar opinskáan hátt um hjónaband sitt. Raddþjálfari Díönu, Peter Settelen, tók upp einkasamtal þeirra tveggja. Útdrátturinn sem Channel 4 sýnir er tekinn af sjö spólum, en alls eru spólurnar taldar vera tólf. Ekki er vitað um fimm þeirra.

Margt sem fram kemur í þættinum er þegar orðið fjölmiðlaefni, eins og það að Karl sagði við Díönu að hann ætlaði sér ekki að verða fyrsti prinsinn af Wales sem ætti sér ekki hjákonu. Sömuleiðis að þau Karl hafi einungis hist þrettán sinnum fyrir brúðkaup sitt. „Hann hringdi kannski á hverjum degi í viku og talaði svo ekki við mig í þrjár vikur. Mjög skrýtið,“ segir Díana á upptökunum. Ég hugsaði með mér: „Gott og vel, hann veit hvar mig er að finna. Spenningurinn sem greip mig þegar hann hringdi var mikill og ákafur.“

Díana segir frá því að í eitt af fyrstu skiptunum sem hún hafi hitt Charles hafi hún haft orð á því við hann að hann hlyti að vera einmana. Hún segir að hann hafi þá stokkið á hana og byrjað að kyssa hana. Henni hafi þótt það mjög óviðeigandi. Næsta dag hafi hann boðið henni til Buckinghamhallar og sagt: „Ég þarf að vinna aðeins en þér stendur örugglega á sama þótt þú sitjir einhvers staðar meðan ég vinn.“ Hún svaraði því til að hún hefði engan áhuga á að sitja og bíða eftir að hann væri búinn að vinna. Karli virtist þykja nokkuð til þess koma að hún svaraði honum fullum hálsi.

„Mér fannst ég ekki vera nógu góð fyrir þessa fjölskyldu,“ segir Díana. Þegar hún leitaði síðan til Elísabetar drottningar í öngum sínum vegna framhjáhalds Karls gat drottningin ekki gefið henni ráð, sagði einungis að sonur sinn væri vonlaus.

Á spólunum ræðir Díana einnig um hrifningu sína á lífverði sínum, Barry Mannakee. Hún hafði þá verið í nokkur ár í ástlausu hjónabandi með manni sem hélt framhjá henni. Hún segist hafa orðið yfir sig ástfangin af Mannakee en neitar því að þau hafi átt í kynferðissambandi. „Hann var besti vinur minn,“ segir hún. Þegar upp komst um nána vináttu þeirra var Mannakee færður til í starfi. Hann lést stuttu síðar í bílslysi. „Það var mesta áfall lífs míns,“ segir prinsessan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set