fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fókus

Hauskúpuförðun – hrein list

Skapar listaverk alla daga, ekki bara á hrekkjavöku

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

[[9F4F646F9A]]Á Instagram síðu förðunarfræðingsins Vanessa Davis má finna hrein listaverk í förðun. Hún helgar síðuna hauskúpuförðun og hún er ekki bundin við hrekkjavökuna, heldur má finna eitthvað nýtt á hverjum degi.

„Mér var boðið í Halloweenpartý í október 2015, með stuttum fyrirvara og var því ekki með búning tilbúinn,“ segir Davis í viðtali við Allure. Hún ákvað því að farða helming andlitsins sem hauskúpu og vakti förðunin mikla athygli og aðdáun og var hún mynduð stanslaust allt kvöldið. Á sama tíma var Davis að opna Instagram síðu og var því upplagt að gera hana að „hugmyndabanka“ fyrir slíka förðun, þar sem hún birtir myndir, myndbönd og leiðbeiningar. Hún meira að segja kallar sjálfa sig gælunafninu The Skulltress.

„Ég valdi að tileinka síðuna hauskúpum, sem hentar líka vel þar sem arfleifð mín er mexíkósk og ensk. Ég er líka heilluð af hvernig hauskúpur eru framsettar í tísku, listum og húðflúrum.“

Davis, sem búsett er í London, er lærður förðunarfræðingur, hefur starfað við fagið í 15 ár og sér núna um hárgreiðslu- og förðunardeild Þjóðaróperu Englands. Vinnan við hvert listaverk tekur um sex til tíu klukkutíma með öllu tilheyrandi: ljósmyndun, eftirvinnslun, póstun á samfélagsmiðla og frágangi.

Kíktu á Instagram síðuna hennar, the_wigs_and_makeup_manager, þar sem sjá má förðunarlistaverk, sem helguð eru hauskúpum.

Instagram

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 6 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg