fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Þau eru á einhverfurófinu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 24. júlí 2017 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á netinu má finna alls kyns lista um frægt fólk, lífs og liðið, sem talið er vera eða hafa verið á einhverfurófi. Yfirleitt er þarna um getgátur að ræða þar sem flestir þessa einstaklingar hafa aldrei verið greindir með einhverfu. Hér eru nokkrir listamenn sem hafa verið greindir á einhverfurófi.

Skoska söngkonan varð fræg á einni nóttu eftir frammistöðu sína í Britain's Got Talent þar sem hún söng I Dreamed a Dream úr Vesalingunum. Frammistaða hennar er eitt frægasta atriði í sögu raunveruleikaþátta. Flissað var að Boyle þegar hún kom á svið vegna útlits hennar en allt ætlaði síðan um koll að keyra þegar hún hóf söng sinn. Ferill hennar hefur síðan verið sigurganga.Boyle var greind með heilaskaða á unga aldri. Rúmlega fimmtug leitaði hún til sérfræðinga sem greindu hana með asperger-heilkenni. Boyle segist alltaf hafa vitað að greiningin sem hún fékk sem barn hefði verið röng.
Susan Boyle Skoska söngkonan varð fræg á einni nóttu eftir frammistöðu sína í Britain's Got Talent þar sem hún söng I Dreamed a Dream úr Vesalingunum. Frammistaða hennar er eitt frægasta atriði í sögu raunveruleikaþátta. Flissað var að Boyle þegar hún kom á svið vegna útlits hennar en allt ætlaði síðan um koll að keyra þegar hún hóf söng sinn. Ferill hennar hefur síðan verið sigurganga.Boyle var greind með heilaskaða á unga aldri. Rúmlega fimmtug leitaði hún til sérfræðinga sem greindu hana með asperger-heilkenni. Boyle segist alltaf hafa vitað að greiningin sem hún fékk sem barn hefði verið röng.
Ævi Courtney Love hefur ekki verið auðveld. Sem barn átti hún í erfiðleikum með félagstengsl og glímdi við námsörðugleika. Níu ára gömul var hún greind með einhverfu. Hún hefur rætt mjög opinskátt um fíkniefnavanda sinn. Hún er fjölhæf, er söngkona, leikkona og sinnir myndlist.
Courtney Love Ævi Courtney Love hefur ekki verið auðveld. Sem barn átti hún í erfiðleikum með félagstengsl og glímdi við námsörðugleika. Níu ára gömul var hún greind með einhverfu. Hún hefur rætt mjög opinskátt um fíkniefnavanda sinn. Hún er fjölhæf, er söngkona, leikkona og sinnir myndlist.
Fyrirsætan var á sínum tíma í fjórða sæti í keppninni America's Next Top Model. Einhverjir keppinautar hennar hæddust að henni fyrir klaufalega framkomu og óframfærni. Í þættinum kom síðan fram að Kuzmich var greind með asperger fimmtán ára gömul.  Kuzmich segist stríða við erfiðleika í samskiptum við fólk og eiga erfitt með félagstengsl.
Heather Kuzmich Fyrirsætan var á sínum tíma í fjórða sæti í keppninni America's Next Top Model. Einhverjir keppinautar hennar hæddust að henni fyrir klaufalega framkomu og óframfærni. Í þættinum kom síðan fram að Kuzmich var greind með asperger fimmtán ára gömul. Kuzmich segist stríða við erfiðleika í samskiptum við fólk og eiga erfitt með félagstengsl.
Leikkonan var greind með einhverfu sem barn. Sagt er að sérfræðingar hafi þá mælt með að hún yrði vistuð á stofnun og sett á lyf. Hannah lék í mörgum þekktum myndum, þar á meðal  Blade Runner, Splash, Wall Street og Kill Bill. Hún segist hafa liðið fyrir að koma fram opinberlega. „Ég fór aldrei í viðtalsþætti, aldrei á frumsýningar. Það var beinlínis þjáningarfullt að mæta á Óskarsverðlaunaathöfn, það var næstum liðið yfir mig þegar ég gekk á rauða dreglinum. Ég var svo klaufaleg og mér leið svo óþægilega að ég komst að lokum á svartan lista í Hollywood."
Daryl Hannah Leikkonan var greind með einhverfu sem barn. Sagt er að sérfræðingar hafi þá mælt með að hún yrði vistuð á stofnun og sett á lyf. Hannah lék í mörgum þekktum myndum, þar á meðal Blade Runner, Splash, Wall Street og Kill Bill. Hún segist hafa liðið fyrir að koma fram opinberlega. „Ég fór aldrei í viðtalsþætti, aldrei á frumsýningar. Það var beinlínis þjáningarfullt að mæta á Óskarsverðlaunaathöfn, það var næstum liðið yfir mig þegar ég gekk á rauða dreglinum. Ég var svo klaufaleg og mér leið svo óþægilega að ég komst að lokum á svartan lista í Hollywood."
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag

Ótrúleg breyting á leikaranum: „Ég er á hápunktinum núna“ – Svona lítur hann út í dag
Fókus
Í gær

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu

Svona kúkar maður á Suðurskautslandinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi