„Ég fékk senda athyglisverða klippu úr sænskri Fésbók, en lúsmý hefur einmitt hagað sér dólgslega þar í landi í sumar. Farið nú með gamla kolagrillið í sumarbústaðinn og finnið því þetta áhugaverða hlutverk.“
Þetta sagði í Facebook-status sem skordýrafræðingurinn Erling Ólafsson birti árið 2015 á Facebook-síðunni, Heimur smádýranna. Færslan hefur aftur farið á flakk um samfélagsmiðla og birtir Erling ráðin á Facebook-síðu sinni. Þá er Rúv með ítarlega umfjöllun um þennan vágest en umfjöllunina má finna hér.
Leggið kol í hring á grillinu, en gætið þess að loka ekki hringnum. Kolunum er raðað í tvöfalda röð, á tveimur hæðum. Kveikið í öðrum enda kolaskeifunnar, kolin kveikja síðan hvert í öðru og halda grillinu heitu alla nóttina. (Sjá mynd.)
Lokið efra spjaldinu á grillinu en hafið neðra spjaldið hálfopið.
Smyrjið lokið að utan með matarolíu.
Leggið lokið á grillið og leyfið mýinu að flykkjast að. (Sjá mynd.)
Best er sagt að nota þessa aðferð að næturlagi, í logni og þurrki.