fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fókus

Lífið er lon og don í London

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. júlí 2017 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir stuttu klæddum við viðkonurnar okkur upp í gamla skó með ekkert nesti og brugðum flugi undir fót í húsmæðraorlof til London. Tilefnið var að sjá og hlýða á náttúruundrið Adele á tónleikum og einfaldlega lifa og njóta í stórborginni, tvær okkar höfðu farið nokkrum sinnum áður, en þetta var jómfrúarferð hjá þeirri þriðju. Þrátt fyrir að vera bara eins og dropi í hafi í mannhafinu í London þá er eitthvað sem heillar mig gríðarlega við London og ég gæti alveg hugsað mér að eiga heima þar, þó líklega ekki til frambúðar, til þess er ég of mikið Reykjavíkurbarn.

En það er líklega þessi suðupottur af alls konar fólki, byggingarnar, menningin og sagan á hverju horni og úrval matsölustaða og menningarviðburða sem heilla mig. Svo mikið að mig langar eiginlega strax aftur, ég er nefnilega næstum búin að hvíla mig eftir þetta orlof. Ég legg tímann alveg til hliðar og bara rölti um ein í mínum heimi, enda í fríi og þarf hvergi að vera á fyrirfram ákveðnum tíma. Ja, nema á tónleikunum og í leikhúsinu, sem er minnsta mál þegar lagt er nógu snemma af stað og með vinkonu sem er óþolinmóðari en amma andskotans.

Það eru nokkur atriði sem sitja eftir eftir Londonferðina og við vinkonurnar getum lifað á þar til næst, á meðal þeirra eru þessi:

-Ekki láta bugast þó þú komir ekki meiru í töskuna í Primark, búðin er opnuð aftur daginn eftir kl. 8.00. Að vísu líklega með nýjar vörur, en ekki þær sem þú misstir af í dag.

-Primark er þó ekki eina búðin fyrir verslunar- og VISAglaða, langt því frá, þar má finna alla flóruna frá einnar pundar búðum til rándýrra tískuhúsa, þar sem þú þarft að skilja við líffæri, jafnvel tvö, bara til að fá að reka nefið inn og lykta af dýrðinni. (Við stóðumst samt allar freistinguna í flugstöðinni á leiðinni heima þrátt fyrir að Michael Kors, vinur okkar, lofaði sérstökum flugstöðvardíl á fallegustu veskjunum sem okkur miðaldra húsmæðurnar langar í, en vantar ekki).

-Í lok júní er heitt í London, svo heitt að þú svitnar á stöðum sem þú varst búin að gleyma að væru til. Svo heitt að þú brennur á röltinu milli verslana (lesist: matsölustaða). Við því er bara eitt ráð, að passa upp á vökvabirgðir líkamans og fylla reglulega á, helst með hvítvíni. Ef þú ert bindindismanneskja, þá bragðast vatnið og Coca Cola líka vel.

-Það er ekkert mál að læra á túbuna eða neðanjarðarlestina, og ef svo fer að þú tekur hana í ranga átt þá ferðu í versta falli 1–2 stöðvar í ranga átt, ferð svo út og tekur þá réttu bara hinum megin á lestarstöðinni.

-Ef túban er troðin og ein vinkonan „gleymist“ á lestarstöðinni, þá er bara 1–2 mínútu bið eftir henni á stöðinni sem ferðinni er heitið á (það er ef að hún man hvar fara átti út, ef ekki þá virkar farsíminn þegar komið er upp á yfirborðið aftur).

-Eins og segir í lagi Stormskers „Alls staðar er fólk“ og það er fólk ALLS STAÐAR, nema helst þegar þú ferð á salernið (samt líklega röð fyrir utan að bíða eftir að þú sturtir) og á hótelherberginu þínu, ef þú ferðast ein. Ef þú fílar ekki fólk þá er London ekki borgin fyrir þig.

-Ef þú vilt verða náin fólki þá er algjörlega málið að taka túbuna á háannatíma að morgni eða seinni partinn, þá eru allir rosalega „nánir“ og þétt saman. Jafnvel svo þétt að þú sérð hvað manneskjan við hliðina á þér borðaði í hádegismat og finnur hvort hún notar sama svitalyktareyði og þú.

-Þegar þú hittir og spjallar við draumaprinsinn í London á leið af Adele-tónleikum (í alvöru!!), þá er lag að vera bara hallærisleg og biðja um að fá að senda vinabeiðni á Facebook. Það eru ENGAR líkur á að þú hittir hann aftur.

Stay clear off the doors og mind the gap!…..ps. ég er farin aftur til London.

Stórborgarkveðja, Ragna
ragna@dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Í gær

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“