fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fókus

Ég var númer eitt

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 8. júlí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida fagnaði níræðis afmæli sínu á dögunum og borgarstjórn Rómar hélt veislu henni til heiðurs með risastórri afmælisköku og alls kyns fíneríi. Leikkonan veitti viðtal í tilefni stórafmælisins. Þar var hún spurð um meinta togstreitu milli hennar og Sophiu Loren. Hún svaraði því með orðunum: „Ég var ekki að keppa við neinn. Ég var númer eitt“ og bætti við: „Ég náði árangri á eigin forsendum, án aðstoðar framleiðenda. Ég gerði allt upp á eigin spýtur.“ Þarna skaut hún föstum skotum að Sophiu Loren og framleiðandanum Carlo Ponti sem gerði Loren að stórstjörnu og kvæntist henni.

Í viðtalinu ræddi Lollobrigida um fund sinn á árum áður með Fidel Castro en þá tók hún einkaviðtal við hann. Hún segist hafa hrifist af Castro sem manneskju, þótt ekki hafi hún verið sammála stjórnmálaskoðunum hans.

Lollobrigida náði ekki einungis frama sem leikkona heldur þótti hún afar fær ljósmyndari og sinnti einnig höggmyndalist. Hún lék síðast í kvikmynd árið 1997

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað gerir maður til að verða sér úti um aukatekjur? – Hugmyndir íslenskra netverja eru fjölbreyttar, fyndnar og sumar ólöglegar

Hvað gerir maður til að verða sér úti um aukatekjur? – Hugmyndir íslenskra netverja eru fjölbreyttar, fyndnar og sumar ólöglegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex mistök sem notendur þyngdartapslyfja gera

Sex mistök sem notendur þyngdartapslyfja gera
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“

Þakklát fyrir erfiðleikana – „Ég þorði að vera berskjölduð, ég þorði að vera ég“