fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fókus

Enginn arfur til barnanna

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 17. júní 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hlýtur að vera sárt að vera ekki getið í erfðaskrá foreldra sinna en það hendir stundum. Hér eru dæmi um stjörnur sem sáu ekki ástæðu til að minnast barna sinna í erfðaskránni eða skildu einhver þeirra út undan.

Leikkonan breytti erfðaskrá sinni skömmu fyrir dauða sinn og gerði tvö af fjórum ættleiddum börnum sínum arflaus og sagði það vera af ástæðu sem þeim væri vel kunn. Dóttir hennar Christine átti þó lokaorðið í bók sem hún skrifaði um móður sína, Mommie Dearest, þar sem hún dró upp ófagra mynd af leikkonunni og hörkulegu og ofbeldisfullu uppeldi. Bókin varð að kvikmynd með Faye Dunaway í aðalhlutverki.
Joan Crawford Leikkonan breytti erfðaskrá sinni skömmu fyrir dauða sinn og gerði tvö af fjórum ættleiddum börnum sínum arflaus og sagði það vera af ástæðu sem þeim væri vel kunn. Dóttir hennar Christine átti þó lokaorðið í bók sem hún skrifaði um móður sína, Mommie Dearest, þar sem hún dró upp ófagra mynd af leikkonunni og hörkulegu og ofbeldisfullu uppeldi. Bókin varð að kvikmynd með Faye Dunaway í aðalhlutverki.
Mickey Rooney hóf feril sinn sem barnastjarna og lék í áratugi. Hann skildi ekki eftir sig mikil auðæfi, einungis örfáar milljónir. Ekkert barna hans erfði þá peninga, einfaldlega vegna þess að leikarinn treysti engu þeirra. Rooney arfleiddi stjúpson sinn að þessari upphæð.
Mickey Rooney Mickey Rooney hóf feril sinn sem barnastjarna og lék í áratugi. Hann skildi ekki eftir sig mikil auðæfi, einungis örfáar milljónir. Ekkert barna hans erfði þá peninga, einfaldlega vegna þess að leikarinn treysti engu þeirra. Rooney arfleiddi stjúpson sinn að þessari upphæð.
Tony Curtis breytti erfðaskrá sinni nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn. Hann lét allan arf sinn renna til sjöttu eiginkonu sinnar sem var fjörtíu og fimm árum yngri en hann. Börn hans fimm, þar á meðal leikkonan Jamie Lee Curtis, fengu ekkert.
Tony Curtis Tony Curtis breytti erfðaskrá sinni nokkrum mánuðum fyrir dauða sinn. Hann lét allan arf sinn renna til sjöttu eiginkonu sinnar sem var fjörtíu og fimm árum yngri en hann. Börn hans fimm, þar á meðal leikkonan Jamie Lee Curtis, fengu ekkert.
Dóttir Bette Davis gaf út bók um móður sina þar sem hún lýsti henni sem drykkfelldri og dyntóttri. Bókinni var illa tekið og þótti rætin og ótrúverðug. Sonur leikkonunnar stóð með móður sinni, sagði bókina uppspuna frá rótum og sleit öllu sambandi við systur sína. Davis gerði þessa dóttur sína arflausa.
Bette Davis Dóttir Bette Davis gaf út bók um móður sina þar sem hún lýsti henni sem drykkfelldri og dyntóttri. Bókinni var illa tekið og þótti rætin og ótrúverðug. Sonur leikkonunnar stóð með móður sinni, sagði bókina uppspuna frá rótum og sleit öllu sambandi við systur sína. Davis gerði þessa dóttur sína arflausa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu

Dómsdagsmamman sem myrti börnin sín rýfur þögnina í fyrsta sjónvarpsviðtalinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“

Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“

Leikarinn niðurgreiddi 182 milljóna skuldir fyrir nágranna sína – „Þau hafa lýst fólki sem situr hér og grætur við þessi borð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“

Gróflega misboðið yfir nýjum þáttum Meghan Markle – „Hver gerir svona?“