fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Anita Pallenberg látin

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 17. júní 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og fyrirsætan Anita Pallenberg er látin, 73 ára gömul. Hún lék meðal annars í myndunum Barbarella með Jane Fonda, Candy með Marlon Brando og Richard Burton og Performance með Mick Jagger.

Pallenberg fæddist á Ítalíu en hélt til New York og gerðist fyrirsæta. Hún kynntist gítarleikara Rolling Stones, Brian Jones, og þau áttu í ástarsambandi í tvö ár en hún sleit því eftir að hann beitti hana ofbeldi. Hún hóf ástarsamband með öðrum meðlimi Rolling Stones, Keith Richard, og þau eignuðust saman þrjú börn. Yngsta barn þeirra, sonur, dó tíu vikna gamall úr lungnabólgu. Pallenberg sagði að lífsstíll Richards hefði ekki verið fjölskylduvænn en hann vakti allar nætur og svaf á kvöldin og var í umtalsverðri eiturlyfjaneyslu. Pallenberg og Richard skildu árið 1980 og ári seinna sagðist Richard enn elska hana.

Pallenberg þótti gríðarlega sterkur persónuleiki og harðákveðin. Þeir sem til þekkja segja að hún hefði haft mikil áhrif á alla meðlimi Rolling Stone sem fóru iðulega að hennar ráðum. Á þeim tíma var hún stundum kölluð sjötti meðlimur hljómsveitarinnar. Hún íhugaði á tímabili að skrifa ævisögu sína en hætti við þá ráðagerð og sagði að útgefendur vildu bara heyra sögur af Rolling Stones og sorgarsögur af Mick Jagger. Sterkar sögusagnir voru á kreiki um að hún hefði í stuttan tíma verið ástkona Jaggers en sjálf neitaði hún því.

Pallenberg var um tíma í mikilli eiturlyfjaneyslu en leitaði sér hjálpar og hætti jafnframt allri drykkju. Hún féll seinna en náði sér aftur á strik. Hún sótti reglulega AA-fundi.

Í viðtali árið 2016 sagði hún: „Ég er tilbúin að deyja. Ég er komin yfir sjötugt og hélt í alvöru ekki að ég myndi verða eldri en fertug.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna