fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

José endaði peningalaus á Akureyri og svalt í fjóra daga: „Ég hef aldrei verið jafn svangur á ævinni“

Auður Ösp
Mánudaginn 5. júní 2017 20:00

Jose Luis Garcia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk mína vinnudaga, sem voru kanski þrír eða fjórir í viku. Hina dagana var ég bara heima. Ég reyndi að borða eins mikið og ég gat þegar ég var í vinnunni og svo ekkert inni á milli,“ segir José Garcia veitingamaður sem oftast er kenndur við Caruso. Jose kom til Íslands sem skiptinemi á níunda áratugnum. Röð atburða á þeim tíma leiddi til þess að hann endaði á Akureyri með tvö þúsund krónur í vasanum. Eftir að aleigan hafði farið í að greiða gistingu þurfti hann að vera matarlaus svo dögum skipti.

Í samtali við sjónvarpsþáttinn Mannamál á Hringbraut rifjar José þennan tíma upp. Hann hafði þá búið í hálft ár hjá skiptinemafjölskyldu í Reykjavík en þegar leið að sumri langaði honum að kynnast landinu betur. Hann þáði því starf sem sjálfboðaliði á vistheimilinu Sólborg á Akureyri það sem eftir lifði sumarsins. „Ég átti ekki krónu. Ég fékk tvö þúsund krónur frá skiptinemasamtökunum og þau borguðu rútuna til Akureyrar,“ segir José en þegar til Akureyrar var komið þurfti hann síðan að nota þá litlu aura sem hann átti til að greiða fyrir mánaðardvöl á gistiheimili.

„Þá átti ég neitt. Var alveg blankur. Ég hugsaði bara: „Ég fer bara að vinna í sjálfboðavinnu og fæ að borða þar,“ segir hann þvínæst. Hann hitti forstöðumanns Sólborgar sem bauð honum að koma að vinna eftir helgina. Þetta var á fimmtudegi.

„Það er fimmtudagur, föstudagur, laugardagur og sunnudagur. Hvað á ég að gera? Þá þorði ég ekki að segja við hann að ég ætti ekki krónu,“ segir José hlæjandi og bætir við: „Ég hef aldrei verið jafn svangur á ævinni.“

Á gistiheimilinu þar sem hann dvaldi var sameiginleg eldhúsaðstaða og ísskápur. Eftir að hafa verið matarlaus í nokkra daga afréð Jose að stela jógúrtdós úr ísskápnum til að seðja sárasta hungrið. „Ég missti alveg tíu, fimmtán kíló á þessum tíma,“ rifjar hann upp en hann segir tímabilið einnig hafa verið lærdómsríkt. „Mér finnst þetta frábært í dag. Auðvitað var erfitt að upplifa þetta en þetta var mjög gott fyrir mig á þessum aldri.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=KQCujTP7JHU&w=600&h=550]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva flettir ofan af slæmum sið Benedikts – „Vó“

Sunneva flettir ofan af slæmum sið Benedikts – „Vó“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg