fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Fókus

Chris Cornell látinn, 52 ára að aldri

Lést á tónleikaferðalagi í Detroit

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. maí 2017 08:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Cornell, sem sló í gegn í hljómsveitunum Soundgarden og síðar Audioslave, er látinn, 52 ára að aldri. Þetta tilkynnti talsmaður tónlistarmannsins í morgun.

Cornell, sem fæddist í Seattle 20. júlí 1964, hafði verið á tónleikaferðalagi og var hann staddur í Detroit þegar hann lést. Hann hafði ekki átt við veikindi að stríða svo vitað sé. Dánarorsök er ókunn. Hann hélt tónleika hér á landi á síðasta ári.

Cornell sló sem fyrr segir í gegn með hljómsveit sinni Soundgarden sem gaf út fjölmörg lög sem slógu í gegn, þar á meðal Black Hole Sun og Fell on Black Days svo tvö séu nefnd. Síðar vakti hann mikla athygli í hljómsveitinni Audioslave. Þá var Cornell tilnefndur til fjölda verðlauna á ferli sínum, meðal annars til Golden Globe og Grammy-verðlauna.

Cornell lét málefni þeirra sem minna mega sín varða, en ásamt eiginkonu sinni stofnaði hann Cornell-sjóðinn sem styður börn sem alast hafa upp í fátækt og ofbeldi.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=3mbBbFH9fAg&w=620&h=480]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt áhrif Ozempic á ástarlífið – Fyrrverandi kærastar skyndilega fullir eftirsjár

Óvænt áhrif Ozempic á ástarlífið – Fyrrverandi kærastar skyndilega fullir eftirsjár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu vinkonur byrjuðu á sitthvoru þyngdartapslyfinu – Gjörólíkar upplifanir

Bestu vinkonur byrjuðu á sitthvoru þyngdartapslyfinu – Gjörólíkar upplifanir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orðrómur um leynileg göng þakin líkamsleifum undir heimili Gene Hackman – Er eitthvað hæft í þessu?

Orðrómur um leynileg göng þakin líkamsleifum undir heimili Gene Hackman – Er eitthvað hæft í þessu?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum

Klúra ástæðan fyrir því að hún myndi vilja byrja aftur með unga kærastanum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviðsetti Elvis Presley andlát sitt?

Sviðsetti Elvis Presley andlát sitt?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna

Gunnar hefur verið að vakna um miðjar nætur síðastliðnar vikur – Telur þetta vera ástæðuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Átök eða leikur? – Varalesari greinir rifrildið milli Emmu Stone og Margaret Qualley

Átök eða leikur? – Varalesari greinir rifrildið milli Emmu Stone og Margaret Qualley