fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Kynþokkafyllsta glæpamanni heims snúið við á Heathrow

Fékk ekki að koma inn í landið

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jeremy Meeks, 32 ára glæpamaður sem varð frægur á einni nóttu eftir að lögregluembættið í Stockton í Kaliforníu birti mynd af honum á Facebook, var rekinn frá Bretlandi síðdegis í gær skömmu eftir að hann lenti á Heathrow flugvelli.
Meeks, sem er orðinn heimsþekkt fyrirsæta, flaug til London frá Los Angeles en hann var bókaður í nokkrar myndatökur og átti að koma fram í útgáfuteiti hjá nýju blaði þar sem hann prýðir forsíðu nýjasta tölublaðsins.

Eftir nokkra bið á Heathrow var Meeks sendur til New York. Umboðsmaður Meeks sagði við fjölmiðla að Meeks hefði ekki verið handtekinn heldur haldið af landamæravörðum og meinaður aðgangur inn í landið þrátt fyrir að vera með rétta pappíra.

Varð stjarna á einni nóttu eftir að myndin fór á flakk um netið
Myndin sem kom honum á kortið Varð stjarna á einni nóttu eftir að myndin fór á flakk um netið

“Hann var mjög ósáttur. Þeir leyfðu honum ekki að koma inn í landið og fór út í vél í lögreglufylgd.”
Myndin af Meeks sem birtist árið 2014 vakti mikla athygli þar sem Meeks þótti gífurlega myndarlegur. Meeks var dæmdur í fangelsi fyrir brot á vopnalögum og á meðan hann sat inni fékk hann samning við Blaze Models. Síðan þá hefur hann verið eftirsótt fyrirsæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Í gær

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar

Alex gisti í dýrustu lúxusvillu landsins – Sjáðu hvað nóttin kostar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“

Magnús Ver opnar sig um áfall: „Það var verið að reyna að hnoða hann og blása“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“