fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fókus

Daði Freyr ætlar ekki að flytja aftur til Íslands á næstunni

Daði Freyr Pétursson hefur ekki hug á að flytja aftur til Íslands á næstunni -Kominn með umboðsmann -Kvikmynd mótaði lífssýnina

Kristín Clausen
Mánudaginn 24. apríl 2017 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var hún sem veiddi mig, ég er svo mikill lúði,“ segir Daði Freyr Pétursson sem heillaði Íslendinga upp úr skónum með laginu á laginu „Hvað með það?“ í Söngvakeppninni. Daði steig á svið ásamt fríðu föruneyti sem kallar sig Gagnamagnið. Þar á meðal er kærastan hans, Árný Fjóla Ásmundsdóttir. Þau eru búsett í Berlín en stefna á að flytja tímabundið til Kambódíu í desember. Daði og Árný hafa verið saman í sex ár en þau áttu sinn fyrsta koss á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu á meðan þau biðu í röð eftir að komast inn á tónleika með hljómsveitinni Nephew.

Ætlaði að teikna Andrésblöð

Daði er fæddur í Reykjavík árið 1992. Þegar hann var eins árs flutti fjölskyldan til Danmerkur þar sem þau bjuggu í átta ár en þá flutti fjölskyldan á Suðurland, fyrst í Laugaland og síðar í Ásahrepp þar sem foreldrar hans búa enn. Daði segir æskuna hafa verið ljúfa en tónlistaráhuginn kemur frá föður hans sem er menntaður hljóðmaður.

Hafði aldrei komið til Þýskalands áður en hann flutti þangað. Mynd: Árný Fjóla Ásmundsdóttir
Kann vel við sig í Berlín Hafði aldrei komið til Þýskalands áður en hann flutti þangað. Mynd: Árný Fjóla Ásmundsdóttir

„Ég æfði á trommur og eftir að við fluttum til Íslands aftur byrjaði ég að læra á píanó og síðar bassagítar. Ég ætlaði samt aldrei að verða tónlistarmaður heldur teiknari.“ Daði var forfallinn aðdáandi Andrésblaða og dreymdi lengi vel um að verða einn þeirra sem teiknar blöðin.

„Svo breyttist allt þegar ég sá kvikmyndina School of Rock. Ég sá hana örugglega 100 sinnum og stofnaði fyrstu hljómsveitina mína sem fékk nafnið Finnski herinn.“

Nokkrum árum og hljómsveitum síðar tók Daði þátt í Músíktilraunum ásamt hljómsveitinni Sendibíl. Þeir sömdu meðal annars lagið „Ljóshærður krullugaur“ og skemmtu sér konunglega við tónlistarsköpunina.

Eftir að Daði kláraði 10. bekk fór hann i í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Þar hófst körflubotaferill Daða, sem er 208 sentimetrar á hæð. Hann fann þó fljótt að áhuginn lá ekki í boltaíþróttum. „Ég var frábær körfuboltamaður. Hefði orðið besti körfuboltamaður allra tíma ef ég hefði enst í boltanum. Það er mikill missir fyrir íslenskan körfubolta að ég hafi hætt,“ segir hann hlæjandi.

Koma heim í mánuð í sumar. Mynd: Árný Fjóla Ásmundsdóttir
Daði og Árný ætla að flytja tímabundið til Kambódíu í desember Koma heim í mánuð í sumar. Mynd: Árný Fjóla Ásmundsdóttir

Eftir að körfuboltaferlinum lauk hellti Daði sér í leiklistina og tók þátt í nokkrum uppfærslum FSU. Samhliða því var hann formaður skemmtinefndar skólans. Daði kveðst hafa verið nokkuð þægilegur unglingur. „Mér finnst það allavega. Menntaskólaárin voru skemmtilegur tími. Sérstaklega eftir að ég kom mér inn í nemendaráðið og fór að taka almennilega þátt í félagslífinu. Það var líka þar sem ég hitti Árnýju fyrst.“

Daði og Árný kynntust í gegnum leiklistina í FSU. „Við vorum búin að þekkjast í nokkurn tíma áður en við byrjuðum saman. Ég var búinn að vera skotinn í henni en ekki jafn mikið og ég er núna. Sambandið okkar þróaðist í þessa átt.“

Kærustupar í sex ár

Þau áttu, sem fyrr segir, sinn fyrsta koss tónlistarhátíðinni Hróarskeldu, árið 2010, er þau biðu þess í röð að komast inn á tónleika með hljómsveitinni Nephew. Það var Árný sem tók af skarið. „Þar náði hún að kyssa mig. Það var hún sem veiddi mig. Ég er svo mikill lúði. Árný er miklu meiri töffari en ég.“ Síðan eru liðin sex ár. Kærustuparið hefur brallað margt saman, og hvort í sínu lagi, síðan.

Eftir að Daði útskrifaðist sem stúdent af félagsfræðibraut árið 2012 fór hann út á vinnumarkaðinn. Hann vann til að mynda á bílaleigu og með föður sínum við hljóðvinnslu í kvikmyndum. „Ég fann mig aldrei almennilega í neinu öðru í tónlist.“

Af því leiddi að Daði fór í BA-nám í tónlistarstjórnun og hljóðvinnslu í Berlín en hann lýkur því námi í vor. „Ég hafði aldrei komið til Þýskalands áður en ég flutti þangað. En við kunnum svo vel við okkur hérna að ég efast stórlega um að við séum eitthvað á leiðinni heim.“

Peysurnar eru komnar í almenna sölu.
Gagnamagnið mun troða upp í sumar Peysurnar eru komnar í almenna sölu.

Daði og Árný, sem er í fjarnámi frá Háskóla Íslands í mannfræði, eru búsett um það bil 40 mínútur norðvestur af Berlín í borgarhluta sem kallast Reinickendorf. „Þetta er fyrir utan stórborgina. Það er mjög rólegt og þægilegt að búa á þessu svæði,“ segir Daði en þau stefna á að fara aftur til Þýskalands eftir að hálfs árs ævintýrinu, sem bíður þeirra í Kambódíu, lýkur.

Daði og Árný eiga einnig heljarinnar pezkallasafn. Í heildina eiga þau 123 kalla sem fá að njóta sín uppi á hillu á heimili þeirra Í Berlín. „Við Árný byrjuðum að safna fyrir um það bil fjórum árum þegar við vorum að vinna saman að leikritinu Nashyrningarnir, í Stúdentaleikhúsinu. Ég gerði tónlistina og Árný var formaður Stúdentaleikhússins. Það að koma upp pezkallasafni var ekki erfið ákvörðun en á leiðinni á eina æfinguna keyptu þau pezkall og ákváðu út frá því að byrja að safna. „Það hefur undið aðeins upp á sig og núna eigum við 123.“

Kominn með umboðsmann

Daði viðurkennir fúslega að þýskukunnátta hans sé ekki upp marga fiska. „Námið er á ensku og það er bara einn Þjóðverji í bekknum mínum. Ég tala því nánast eingöngu ensku og íslensku hérna. Árný er miklu betri í þýsku en ég.“
Áður en Daði sendi lagið „Hvað með það?“ í Söngvakeppnina hafði hann hug á að einbeita sér að auglýsingatónlist. Þar sem lagið fékk svo ævintýralegar viðtökur hafa þau áform þó breyst og Daði er kominn með umboðsmann sem er að skipuleggja sumarið á Íslandi fyrir hann.

Þjóðin kolféll fyrir laginu hans.
Daði Freyr á undanúrslitakvöldinu Þjóðin kolféll fyrir laginu hans.

„Fyrir þetta Eurovision-glens langaði mig að gera tónlist fyrir auglýsingar. Eða það lá beinast við. Núna sé ég hins vegar fram á að ég geti einbeitt mér að tónlistinni í sumar. Fyrst fólk nennir að hlusta.“

Upprunalega var stefið í laginu „Hvað með það?“ hugsað sem auglýsingastef. „Síðan fannst mér þetta svo skemmtilegt undirspil og ákvað að það væri hægt að nota það í eitthvað annað.“

Í framhaldinu, einum degi fyrir skil í Söngvakeppnina, samdi Daði textann og lagið við gamla undirspilið. Nokkrum vikum síðar fékk Daði tölvupóst frá RÚV þar sem honum var tilkynnt að dómnefnd hefði valið lagið hans til að taka þátt í keppninni. „Ég var spenntur en var samt ekki með neinar væntingar. Ég vissi ekki heldur almennilega hvað þetta þýddi. Eftir á heyrði ég að um að höfundar 200 laga hefðu sótt um að komast í keppnina.“

Engin pressa

„Þig óraði væntanlega ekki fyrir því að þú yrðir orðinn óskabarn þjóðarinnar nokkrum vikum síðar?“ spyr blaðamaður Daða, sem segir að það hafi verið mjög fyndið að vera baksviðs eftir eftir fyrri undankeppnina.

„Það var strax hægt að sjá viðbrögðin á Twitter. Hvort fólk fílaði þetta eða ekki. Maður þarf ekkert að bíða eftir því að kynnirinn lesi upp af blaðinu hvaða lög komast áfram.“

Samtals eiga þau 123 pezkalla.
Árný, Daði og pezkallasafnið Samtals eiga þau 123 pezkalla.

Mynd: Úr einkasafni

Þannig að þú vissir eftir fyrra kvöldið að þú værir á leiðinni í aðal keppnina?
„Við vissum að það gat hvað sem er gerst.“

Daði kveðst sjálfur vera mikill Eurovision-aðdáandi. „Það er „solid“ partí að hitta vini sína og horfa á keppnina,“ segir hann og því hafi verið sérstaklega skemmtilegt að taka þátt og sjá hvernig keppnin fer fram. „Þetta var rosalega skemmtilegt. Ég þekkti reyndar bara Svölu og Pál Rósinkranz en það voru allir voða hressir. Það var heldur engin pressa á okkur.“
Daði er mjög sáttur við annað sætið í Söngvakeppninni og segir keppnina hafa opnað margar dyr inn í tónlistarheiminn. Þá segir hann að lokum: „Svala átti þetta skilið og mig grunar að hún eigi eftir að heilla Evrópu upp úr skónum með laginu sínu í Eurovision í vor.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kolbrún syrgir bróður sinn

Kolbrún syrgir bróður sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju

Dennis Rodman með yfirlýsingu eftir að dóttir hans varpaði sprengju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki