Hið íslenzka reðasafn gæti eignast keppnaut á næstunni. YouTube-Stjarnan Florence Schetcher, hefur hrint af stað söfnun til að geta sett á fót píkusafn í London. Í einu myndbanda sinna segir hún að það sé hvergi í heiminum til píkusafn, það eru til listaverk af píkum og lítil gallerí en ekkert heilt safn sem er tileinkað æxlunarfærum kvenna. „Eina leiðin til að bæta úr þessu er að stofna mitt eigið píkusafn,“ segir Florence.
//platform.instagram.com/en_US/embeds.js
Markmið Florecne er að búa til safn sem nær yfir málefni píkunnar í heild. Hinn fljölbreytta hóp fólks og dýra sem skarta einni slíkri og hlutverk píkunnar í menningunni. Á safninu verða ókeypis sýningar með vísindalegri, sögulegri og menningarlegri nálgun á píkunni. Einnig verða viðburðir sem rukkað verður inn á eins og femínísk grínkvöld, leikrit og námskeið og dagskrá sem miðuð er að ákveðnum þjóðfélagshópum eins og konum sem orðið hafa fyrir kynferðislegri misnotkun. Florence hefur einnig lofað að hafa kaffihús býður upp á píkukökur og gjafavöruverslun fulla að píkuvörum.
Hér að neðan er myndband þar sem Florence ræðir hugmynd sína.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=BXOxPmoc63Y&w=560&h=315]