fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Lloyd Webber telur ekki gott að erfa mikinn auð

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 21. apríl 2017 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Lloyd Webber segist afskaplega ánægður með að hafa ekki erft auð. Hann er forríkur og á fimm börn en segist ekki ætla að láta börn sín erfa megnið af auðæfunum. Hann segir það geta haft afar slæm áhrif á börn að fá auðæfi í arf, það sé ekki sniðugt að mata börn á peningum. Sjálfur fæddist hann inn í miðstéttarfjölskyldu sem hafði yndi af tónlist og byrjaði að semja tónverk rúmlega níu ára gamall.

Tónskáldið hefur notið gríðarlegrar velgengni í áratugi. Söngleikur hans Óperudraugurinn (Phantom of the Opera) heftur verið samfellt í sýningum á Broadway í 29 ár og í London í 31 ár. Enginn söngleikur kemst nálægt því að slá það met. Í byrjun þessa árs voru fjórir söngleikir hans á fjölum Broadway: Cats, Óperudraugurinn, School of Rock og Sunset Boulevard.

Lloyd Webber er 69 ára gamall. Fyrir nokkrum árum fékk hann krabbamein og þurfti síðan að gangast undir aðgerð í baki en þar fór sitthvað úrskeiðis og hann var mjög þjáður. Þegar hann náði heilsu á ný sneri hann sér að því að semja og til varð söngleikurinn School of Rock sem hefur slegið í gegn.

Lloyd Webber eyðir drjúgum tíma í Bandaríkjunum. Donald Trump er meðal aðdáenda og í kosningabaráttunni bauð hann Lloyd Webber í kaffi og ræddi fjálglega um fallega söngrödd fyrrverandi eiginkonu Lloyd Webber, Söru Brightman. Lloyd Webber segir að hann hafi fengið á tilfinninguna að Trump væri ákaflega undrandi yfir því mikla fylgi sem hann hefði sankað að sér. „Hann leit ekki út fyrir að vera maður sem hefði ástríðufullan áhuga á að verða forseti Bandaríkjanna,“ sagði Lloyd Webber nýlega í viðtali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2