fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Foreldrar Maelyn skildu: Fundu snilldarlausn til að ala upp 4 ára dóttur sína

Foreldrarnir og stjúpforeldrarnir hittast öll og styðja Maelyn á fótboltaleikjum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. apríl 2017 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ricky og Clara, foreldrar hinnar 4 ára gömlu Maelyn skildu skömmu eftir að hún fæddist. En þó að leiðir hjónanna hafi skilist voru þau staðráðin í einu: Maelyn yrði að alast upp með báðum foreldrum sínum. Frá þessu er greint í frétt á Boredpanda.

Ricky og Clara eru hvort fyrir sig komin með nýjan maka og komin á sitthvorn staðinn í lífinu en þau láta það hins vegar ekki koma í veg fyrir að dóttir þeirra geti varið tíma sínum með báðum foreldrum.

Í staðinn fyrir að alast upp eins og mörg skilnaðarbörn og vera hjá mömmu og pabba til skiptis er Maely litla einfaldlega með bæði foreldrum og stjúpforeldrum sínum í einu.

Tvö pör af foreldrum

Ricky og Clara koma saman með mökunum og styðja stelpuna öll fjögur á fótboltaleikjum, fara með henni í ferðalög og veislur og gera allt saman sem venjuleg fjölskylda myndi gera.

Mynd sem Emilee, stjúpmamma Maelyn, setti á Facebook fyrir skömmu hefur hlotið gríðarlega góð viðbrögð. Þar sést Maelyn umkringd foreldrum sínum og stjúpforeldrum þar sem þau studdu hana á fótboltaleik, en þá voru þau klædd í vægast sagt skemmtilegar fótboltatreyjur. Myndinni hefur verið deilt tæplega 85.000 sinnum á aðeins örfáum dögum.

Þessi mynd hefur gjörsamlega slegið í gegn á Facebook og brætt þúsundir af hjörtum. Skilnaður þarf ekki að standa í vegi fyrir sameiginlegu uppeldi.
Dyggt stuðningslið Þessi mynd hefur gjörsamlega slegið í gegn á Facebook og brætt þúsundir af hjörtum. Skilnaður þarf ekki að standa í vegi fyrir sameiginlegu uppeldi.

Skilnaður þarf ekki að raska uppeldinu

Emilee vill vekja athygli á því með myndinni að foreldrar geti alið upp börn í sameiningu, þó svo að þeir séu ekki í sambúð.

„Ég veit það af reynslu minni að það er þarf ekki að hafa áhrif á uppeldið! Gerðið það sem er best fyrir barnið ykkar og allt á eftir að smella saman,“ skrifar Emilee á Facebook.

Þó Ricky og Clara hafi skilið þarf það ekki að bitna á Maelyn dóttur þeirra. Hér sjást fyrrverandi hjónin með Maelyn og litlu sjúpsystur hennar - öll kát í bragði.
Hamingjusöm fjölskylda Þó Ricky og Clara hafi skilið þarf það ekki að bitna á Maelyn dóttur þeirra. Hér sjást fyrrverandi hjónin með Maelyn og litlu sjúpsystur hennar – öll kát í bragði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Gaf Díegó í jólagjöf

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Öllu tjaldað til fyrir afmæli hundsins

Öllu tjaldað til fyrir afmæli hundsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson

Ritdómur: Óljós eftir Geir Sigurðsson
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“