Árásin einungis skrefi frá átökum við Rússland
Rússar hafa varað við því að árás Bandaríkjahers á Shayrat herflugvöllinn í Sýrlandi í fyrradag geti haft verulega alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þeir segja árasina sem fyrirskipuð var að Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa myndað gjá milli Moskvu og Washington.
Herskipin USS Porter og USS Ross vörpuðu fjölda eldflauga á flugvöllinn sem talsmenn Pentagon telja að hafi verið viðriðinn efnavopnaárás í liðinni viku.
Aðgerðirnar voru svar við því sem yfirvöld í Washington telja að hafi verið efnavopnaárás framin af ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar al-Assad forseta landsins, þar sem að minnsta kosti 70 manns létu lífið. Sýrlensk stjórnvöld neita því að bera ábyrgð á árásinni.
„Við fordæmum eindregið ólögmætar aðgerðir Bandaríkjanna. Afleiðingar af þessu fyrir stöðugleika bæði innalands og alþjóðlega gætu orðið mjög alvarlegar“ sagði Vladimir Safronkov talsmaður Rússlands á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær.
Dmitry Medvedev forsætisráðherra Rússlands segir að árás Bandaríkjamanna hafi verið einu skrefi frá átökum við Rússneska herinn.
Varnarmálaráðuneyti Rússland svaraði árásunum með því að tilkynna sendifulltrúa bandaríska hersins í Moskvu að á miðnætti að staðartíma yrði samskiptalínu lokað sem notuð hefur verið til að forðast árekstra milli rússneskra og bandaríkskra herdeilda í Sýrlandi.