fbpx
Þriðjudagur 25.mars 2025
Fókus

Rio Ferdinand ræðir um sorgina

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 8. apríl 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö ár eru síðan Rebecca Ellison, eiginkona knattspyrnumannsins fyrrverandi, Rio Ferdinands, lést úr brjóstakrabbameini. Á dögunum sýndi BBC heimildamyndina Being Mom and Dad þar sem Ferdinand ræddi opinskátt um sorgarferlið og hvernig hann tækist á við að ala upp þrjú ung börn, nú þegar móðir þeirra væri látin. Eftir þáttinn hafa hlýjar kveðjur streymt til Ferdinands úr öllum áttum og hann kallaður hetja og sannur baráttumaður.

Rebecca var 34 ára gömul þegar hún lést, einungis 10 vikum eftir að hafa greinst með krabbamein. Ferdinand sagði í myndinni að hann hefði leitað huggunar í áfengi eftir lát hennar. Hann ræddi einlæglega um uppeldi barna sinna, Lorenz, 10 ára, Tate, 8 ára, og Tiu, fimm ára. Hann segist hafa fengið styrk frá fjölskyldu og vinum á afar erfiðu tímabili, barna sinna vegna hefði hann farið á fætur á morgnana og reynt að komast í gegnum daginn. Hann segir að það hafi verulega reynt á að vera skyndilega orðinn einstæður faðir sem þyrfti að huga að öllum þörfum barna sinna. „Áður vaknaði ég, borðaði morgunmat með þeim, keyrði þau í skólann og fór svo á æfingu. Mér fannst ég vera að sinna mínum hluta af uppeldinu, en ég var bara að sjá um auðveldu hlutina.“ Hann sagði að jafnvel það að koma börnunum í háttinn vefðist fyrir honum, þar hefðu ríkt ákveðnar venjur sem kona hans hefði komið á og börnin vildu fylgja og hann þyrfti að læra þær. Hann sagðist stundum hugsa: Hvað sem ég geri, þá verður það ekki nógu gott.

Ferdinand segist viss um að kona hans hefði verið ánægð með heimildamyndina. „Hún myndi vilja að myndin hjálpaði öðrum, hún var þannig manneskja. Þess vegna skipti þessi mynd mig svo miklu máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Neitaði að leyfa grátandi barni að fá flugsæti sitt – Málið átti eftir að hafa gífurlegar afleiðingar

Neitaði að leyfa grátandi barni að fá flugsæti sitt – Málið átti eftir að hafa gífurlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arkitekt harmar nýjar breytingar hjá Eymundsson á Skólavörðustíg – „Það er búið að loka þetta alveg af“

Arkitekt harmar nýjar breytingar hjá Eymundsson á Skólavörðustíg – „Það er búið að loka þetta alveg af“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margir reyna en hafa ekki erindi sem erfiði – Svona kemstu inn á umtalaðasta klúbb Berlínar

Margir reyna en hafa ekki erindi sem erfiði – Svona kemstu inn á umtalaðasta klúbb Berlínar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vandræðalegt viðtal á rauða dreglinum – „Hún er mjög dónaleg við eiginmann sinn“

Vandræðalegt viðtal á rauða dreglinum – „Hún er mjög dónaleg við eiginmann sinn“
Fókus
Fyrir 1 viku

Magnús Orri heiðraður á vetrarleikum Special Olympics

Magnús Orri heiðraður á vetrarleikum Special Olympics
Fókus
Fyrir 1 viku

Svaf hjá 600 manns í fyrra en leitar nú að ástinni – Mistök sem fasteignasali gerði á stefnumóti með henni

Svaf hjá 600 manns í fyrra en leitar nú að ástinni – Mistök sem fasteignasali gerði á stefnumóti með henni