fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

Georg prins fer í skóla

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 2. apríl 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá Kensingtonhöll barst nýlega sú tilkynning að Georg prins myndi hefja skólagöngu sína næstkomandi haust. Litli prinsinn fer í fínan skóla í Suður-London. Þar eru nemendur rúmlega 500 á aldrinum fjögurra til þrettán ára og af báðum kynjum. Á meðal þess sem prinsinn mun læra er ballett, tónlist, leiklist og listasaga. Í skólanum er lögð mikil áhersla á gildi eins og góðvild, kurteisi, auðmýkt og örlæti. Skólastjórinn er mikill andstæðingur þess að keppnisandi ríki í skólum.

Katrín hertogaynja, móðir Georgs, sagði nýlega að foreldrar hennar hefðu kennt henni mikilvægi þess að sýna öðrum góðvild og virðingu og vera heiðarlegur. „Þess vegna viljum við Vilhjálmur kenna börnum okkar, Georg og Karlottu, hversu mikilvægir þessir eiginleikar eru. Mér finnst þeir alveg eins mikilvægir og að ná árangri í reikningi eða íþróttum,“ sagði Katrín.

Georg litli þykir mikil krúttbomba. Hann er stundum kallaður „Lýðveldisbaninn“, því hann bræðir hjörtu allra, líka þeirra sem afnema vilja konungdæmið. Hann verður fjögurra ára gamall í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikarinn segist vera of feitur og gamall til að vera sekur

Leikarinn segist vera of feitur og gamall til að vera sekur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 6 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 6 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?