Breski sjónvarpsmaðurinn tapaði veðmáli – 50 þúsund pund söfnuðust fyrir Comic Relief
Versta martröð breska sjónvarpsmannsins Piers Morgan varð að veruleika í í gærkvöldi þegar ljóst var að hann hefði tapað veðmáli sem hann gerði við breska auðkýfinginn Alan Sugar.
Þeir félagar hafa lengi eldað grátt silfur saman, sérstaklega á Twitter, þar sem Morgan er gallharður stuðningsmaður Arsenal en Sugar fyrrverandi stjórnarformaður erkifjendanna í Tottenham Hotspur.
Oft hafa þó erjur þeirra og deilur leitt eitthvað gott af sér en þeir hafa oft veðjað háum fjárhæðum um hvort liðanna endi ofar í ensku úrvalsdeildinni. Peningarnir hafa síðan runnið til góðgerðarmála.
Nú stendur Comic Relief, einnig þekkt hér á landi sem Dagur rauða nefsins, sem hæst í Bretlandi og Piers Morgan lýsti því yfir að ef hann næði að safna 5 þúsund pundum myndi hann ekki tjá sig í sólarhring á Twitter, þar sem hann er mjög virkur og jafnan afar umdeildur.
Sugar reiddi fram þá upphæð á stundinni enda hans heitasti draumur að þagga niður í Morgan. Ákváðu þeir þá að gera gott betur. Svo fór að Morgan lofaði ekki aðeins að láta Twitter eiga sig í 24 stundir heldur einnig klæðast Tottenham-treyju á mynd ef þeir næðu að safna 50 þúsund pundum, eða sem nemur tæpum 7 milljónum króna.
Skemmst er frá því að segja að það tókst, og fjölmargir knattspyrnumenn og frægir einstaklingar lögðu sitt af mörkum. Enn var þó nokkuð í land á lokametrunum en þá steig Sugar fram og lagði 25 þúsund pund í púkkið og útkoman varð meðfylgjandi mynd. Piers Morgan, keflaður að engjast um í treyju andstæðinganna.
Sugar sagði á Twitter að þetta væri besta sjötugsafmælisgjöf sem hann gæti hugsað sér.
The best birthday present I could have asked for on my 70th, @piersmorgan gagged and wearing a Spurs shirt, brilliant! @comicrelief @GMB pic.twitter.com/efo5TsMGqW
— Lord Sugar (@Lord_Sugar) March 24, 2017
//platform.twitter.com/widgets.js
I'm now silenced on Twitter for the next 24hrs for @comic relief.
Try not to miss me too much.— Piers Morgan (@piersmorgan) March 23, 2017