fbpx
Fimmtudagur 26.september 2024
Fókus

Kristbjörg rifjar upp eftirminnilegt atvik: „Þegar ég kom út af sviðinu þá skellti ég hurð svo fast að dyrakarmurinn losnaði“

„Ég var alveg uppgefin og líka nokkuð reið vegna þess að sá sem bar ábyrgð hafði brugðist“

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 19. mars 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristbjörg Kjeld er heiðursverðlaunahafi DV, en í áratugi hefur hún verið í hópi ástsælustu leikara þjóðarinnar. Hún fagnar 60 ára leikafmæli í ár, lék fyrst í Þjóðleikhúsinu 1957 á sínu öðru ári í leiklistarskólanum. Hún hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar á ferlinum og heiðursverðlaun DV bætast nú við. Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Kristbjörgu og spurði hana um leikarastarfið og farsælan feril.

Hér að neðan birtist stutt brot úr viðtalinu en þá var Kristbjörg spurð hvort einhvern tíma hafi eitthvað farið illa úrskeiðis á sviði meðan hún var að leika.


„Ég lék Hildigunni í Merði Valgarðssyni eftir Jóhann Sigurjónsson. Á generalprufu var fullur salur. Svo kom að atriðinu þar sem Flosi kom í heimsókn. Skikkja Höskuldar átti að vera lokuð ofan í kistu og ég átti, óskaplega reið, að taka hana upp og henda henni í Flosa.

Þetta var dramatísk sena þar sem skikkjan gegndi miklu hlutverki. Ég opnaði kistuna og þar var engin skikkja. Mér tókst að bjarga þessu með því að setja texta minn í einhvers konar þátíð og skírskota til skikkjunnar sem ekki var þarna. Allt þetta varð ég að gera á upphöfnu máli og það kostaði mikla áreynslu.

Þegar ég kom út af sviðinu þá skellti ég hurð svo fast að dyrakarmurinn losnaði. Ég var alveg uppgefin og líka nokkuð reið vegna þess að sá sem bar ábyrgð hafði brugðist. En þetta bjargaðist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin

Ragnhildur segir algengar ástæður fyrir því að einstaklingar með ADHD fari í skápaskrölt á kvöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“

Ferðamartröð Frosta og fjölskyldu – „Ég hef aldrei lent í öðru eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots

Sjöttu alþjóðlegu Kvikmyndaverðlaun Ljósbrots
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl

Nemendur á Laugum raða inn stigum í árlegri keppni – Tannburstar notaðir til að koma í veg fyrir svindl