Myndbandið er hluti af vitundarvakningu um málefni píkunnar
Fyrsta myndband Völvunnar var frumsýnt á Loft Hostel síðasta föstudag. Í myndbandinu talar ýmsir íslendingar um píkuna. Þar má nefna, Sölku Sól, Bylgju Babýlóns, Öldu Villiljós, Margréti Erlu Maack og fleiri
Völvan er verkefni þriggja ungra kvenna á aldrinum 19 til 24 ára. Þær eru Inga Björk Bjarnadóttir, Ingigerður Bjarndís Ágústsdóttir og María Hjarðar en þær fengu styrk að upphæð 300 þúsund króna frá Reykjavíkurborg í janúar síðastliðnum fyrir verkefninu. Tilgangur verkefnisins er að vera vitundarvakning um málefni píkunnar. Þeim finnst vanta opinskáa umræðu um píkuna og telja að fræðsla í skólum sé takmörkuð. Verkefnið snýr líka að líkamsvirðingu, kynferðisofbeldi, getnaðarvörnum, kynlífi, sjálfsfróun og barneignum.
Myndbandið má sjá hér að neðan.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=521kS0zIoLE&w=560&h=315]