fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fókus

Varaþingmaður fangaði brot úr hverjum degi í lífi sínu í heilt ár: Tilviljun að þetta reyndist erfiðasta ár lífs míns

Inga Björk Bjarnadóttir birti áhrifaríkt myndband – Tók upp sekúndu á dag í heilt ár – Magnað að sjá þetta koma heim og saman

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. mars 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta átti að vera frekar viðburðarlítið ár hjá mér. Ég bjóst ekki við að það yrði svona dramatískt en þetta var eiginlega bara erfiðasta ár lífs míns og tilviljun að ég náði að fanga það,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sem birti í gær merkilegt myndband á samfélagsmiðlum sem hefur að geyma eina sekúndu úr hverjum degi í lífi hennar í heilt ár. Myndbandið er afar áhrifaríkt og hafa góð viðbrögð fólks við því, jafnvel ókunnugs fólks komið henni skemmtilega á óvart.

Inga Björk segir í samtali við DV að hún hafi heyrt af smáforriti sem gerir fólki kleift að geyma sekúndulöng myndbrot úr lífi sínu. Hún hafi byrjað á þessu og klippti síðan afraksturinn saman í gær, setti tónlist undir og úr varð býsna merkileg heimild um viðburðarríkt ár í lífi hennar sem óvænt varð henni líka mjög erfitt. Nokkuð sem áhorfandinn fær ákveðna innsýn inn í líka.

„Ég lenti í mjög alvarlegu slysi í júlí þar sem ég var á spítala í heilan mánuð og svo var þetta mjög erfitt ár persónulega. En þegar maður skoðar þetta þá eru þetta eiginlega bara vinir manns í hláturskasti, skemmtilegir fundir, listsýningar og fleira. Þannig að þó þetta hafi verið erfiðasta ár lífs míns þá var samt einhvern veginn eitthvað skemmtilegt að gerast á hverjum einasta degi. Það er því fullt af jákvæðu sem kemur út úr öllu líka,“ segir Inga Björk. Hún kveðst hafa reynt að horfa sem minnst á myndbandið þar til hún væri búin að fylla árið. Það hafi síðan verið magnað að sjá árið koma heim og saman og sjá hversu viðburðarríkt það hafi verið.

„Það er ekki séns að ég tími að hætta þessu, ég ætla að halda þessu áfram og byrja strax á nýju. Ég setti þetta fyrst á Facebook fyrir vini mína sem eru í myndbandinu og bjóst ekki við því að fólk myndi tengja við þetta eða finnast eitthvað áhugavert að horfa á þetta. Það kom mér á óvart að fá svona góð viðbrögð.“

Myndbandið: „365 dagar í lífi Ingu“ má sjá hér fyrir neðan:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=XlZVfiHJgWI?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tönyu var rænt af öryggisverði skólans – Opnar sig um martröðina og hvernig hún komst undan tíu árum seinna

Tönyu var rænt af öryggisverði skólans – Opnar sig um martröðina og hvernig hún komst undan tíu árum seinna
Fókus
Í gær

Ragna birti myndband af viðbrögðum eiginmannsins við fjórða barninu – „Hættessu!“

Ragna birti myndband af viðbrögðum eiginmannsins við fjórða barninu – „Hættessu!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Helga Braga um það sem hún þolir ekki í störfum sínum – Segir konur sérstaklega fara yfir strikið

Helga Braga um það sem hún þolir ekki í störfum sínum – Segir konur sérstaklega fara yfir strikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég vissi alveg nákvæmlega hversu stórt Tóta Van Helzing gæti orðið“

„Ég vissi alveg nákvæmlega hversu stórt Tóta Van Helzing gæti orðið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klámstjarnan varanlega fötluð og fjölskyldan fer í mál

Klámstjarnan varanlega fötluð og fjölskyldan fer í mál