Leikkonan og þúsundþjalasmiðurinn Anna Svava Knútsdóttir og sambýlismaður hennar, Gylfi Þór Valdimarsson, eignuðust dóttur síðastliðinn laugardag. Anna Svava birti mynd af prinsessunni á Facebook-síðu sinni og hefur heillaóskum rignt yfir hana og Gylfa.
Fyrir eiga þau Anna Svava og Gylfi dreng sem kom í heiminn í mars 2015. Samhliða því að vera foreldrar í fullu starfi reka þau Anna Svava og Gylfi ísbúðina Valdísi.