fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Tvíburasystur vilja giftast sama manninum

Anna og Lucy DeCinque deila sama kærastanum

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 2. janúar 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvíburasysturnar Anna og Lucy DeCinque frá Perth í Ástralíu eiga ýmislegt sameiginlegt fyrir utan að vera eineggja tvíburar. Þær klæðast gjarnan eins fötum og deila meira að segja sama kærastanum.

Systurnar vekja jafnan mikla athygli hvert sem þær fara og halda þær til að mynda úti vinsælli rás á YouTube auk þess að vera vinsælar á Instagram.

Anna og Lucy elska sama manninn en sá heppni heitir Ben Byrne og er 32 ára. Þremenningarnir hafa átt í ástarsambandi síðustu ár og nú er svo komið að þær vilja giftast Ben. Systurnar segja frá þessu í myndbandi sem birtist á YouTube-rás þeirra fyrir skemmstu.

Í myndbandinu segja þær að ef af þessu verður þurfi Ben vitanlega að útvega trúlofunarhringa fyrir þær báðar. „Hann þarf að útvega tvennt af öllu – við gerum hann gjaldþrota,“ segja þær.

Einn galli er samt á þessu öllu saman en hann er sá að fjölkvæni er ólöglegt í Ástralíu. Biðlar þær til áhorfenda sinna að benda á hugsanlegar glufur í áströlskum lögum sem myndi gera þeim kleift að ganga í hjónaband með Ben.

Samband þeirra systra og Bens hefur vakið mikla athygli og hefur verið fjallað um það á síðum slúðurpressunnar. Systurnar hafa varið milljónum í lýtaaðgerðir og passa þær að gangast undir aðgerðirnar hjá sama lækni til að tryggja að útlit þeirra verði áfram eins, eða því sem næst. Þá borða þær sama matinn og gera sömu æfingarnar í ræktinni.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=e2EqFmURw6I&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

In Flames til Íslands í sumar

In Flames til Íslands í sumar
Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman