Það að fæðast í belgnum hefur löngum verið talið gæfumerki
Myndband sem sýnir afar sjaldgæfa sjón, þegar barn kemur í heiminn í sigurkufli, fer nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.
Barnið kom í heiminn með aðstoð lækna í keisaraskurði en líkt og sjá má helst belgurinn órofinn þar til það er alveg komið úr kvið móðurinnar. En þá gerir læknirinn gat á belginn svo hann geti lagt barnið á bringu móðurinnar.
Barnið fæddist í september en það voru samtökin Birth Without Fear, sem fékk leyfi frá foreldrum þess að birta hið stórmerkilega augnablik á Facebook síðu sinni.
Skiptir skoðanir eru um líðan barnsins í sigurkuflinum. Á meðan margir segja fæðinguna eitt undrum lífsins þá vilja aðrir meina að barnið sé grátandi inn í belgnum.
Fósturhimnan eða líknarbelgurinn er belgur sem umlykur fóstur ásamt legvatni í móðurkviði. Við fæðingu rofnar belgurinn yfirleitt og kemur út ásamt fylgjunni eftir að barnið er fætt.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=yJL2_72g0Y4&w=640&h=360]
Á Vísindavefnum segir að stundum gerist það þó að barnið er enn í líknarbelgnum þegar það fæðist, ýmist að hluta til eða umlukið honum.
Það að fæðast í sigurkufli hefur löngum verið talið gæfumerki víða um heim. Sumstaðar hefur það einnig verið álitið forboði skyggnigáfu.