fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

„Farðu bara til útlanda, og komdu ekki aftur“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. ágúst 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir var fyrsta íslenska transkonan sem kom fram fyrir augu þjóðarinnar, bein í baki, stolt og loksins byrjuð að lifa í sínu rétta kyni. Viðtalið birtist árið 1994 í Nýju Lífi og vakti mikla athygli. Anna var önnur íslenska konan sem gekkst undir kynleiðréttingu, en sú fyrsta hefur aldrei kosið að koma fram í fjölmiðlum. Anna og Ragnheiður Eiríksdóttir blaðakona, hittust á kaffihúsi, drukku kaffi, borðuðu belgískar vöfflur og ræddu saman um lífið og tilveruna.

Anna Kristjánsdóttir fæddist 30. desember árið 1951 í Höfðaborginni í Reykjavík og var alin upp að hluta í Mosfellsdalnum. Hún fæddist í líkama lítils drengs, en vissi samt alltaf að hún væri kona. Fjölskyldan taldi átta manns, en Anna var yngst, og öll bjuggu þau saman í aðeins 39 fermetrum. „Það þótti ekkert tiltökumál á þessum tíma. Auðvitað var þröngt um okkur, en einhvern veginn virkaði það.“

Sölvína kom til hjálpar

Eftir vinnuslys á sjónum, þar sem Anna axlarbrotnaði, lauk hún öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð. „Þar kynntist ég Sölvínu Konráðs sálfræðingi sem starfaði þar sem námsráðgjafi. Hún var fyrsta manneskjan sem skildi mig. Hún aðstoðaði mig við að finna réttu læknana og fagfólk sem hafði skilning á þessu. Einhver vildi loka mig inni til rannsókna en fleiri sýndu skilning og vildu hjálpa mér að finna lausn. Ég hóf svo hormónameðferð hjá Jens Guðmundssyni lækni en rak mig á vegg hjá heilbrigðisyfirvöldum varðandi það að komast í aðgerð. Einn sagði við mig „farðu bara til útlanda, og komdu ekki aftur“.“

Anna ákvað að taka málin í sínar eigin hendur og flutti búferlum til Svíþjóðar þar sem reynsla var komin á kynleiðréttingaraðgerðir. „Ég þurfti auðvitað að byrja þar á byrjunarreit – enda útlendingur. Til að byrja með fékk ég vinnu hjá Scania við að prófa dísilvélar og síðar fór ég að vinna hjá orkuveri í Stokkhólmi. Það var samt alls ekki auðvelt að komast í kynleiðréttingarferli – ég var bara útlendingur og útlendingar eiga ekki að standa í svona löguðu. Ég komst svo í samband við Gunnar Hambert, lækni í Uppsölum, og skrifaði honum bréf. Hann sagðist skyldu skoða málið, en svo liðu mánuðir. Að lokum kom bréf, sent á þriðja degi jóla 1992. Þar vísar hann mér áfram á geðdeildina við Huddinge-sjúkrahús í suðurhluta Stokkhólms.“ Við tóku stífar rannsóknir á geði Önnu, til að ganga úr skugga um að hún væri í raun kona í líkama karlmanns. „Ferlinu lauk 1995, en sjálf kynleiðréttingaraðgerðin var gerð á Karolinska-sjúkrahúsinu. Ég var í mörg ár á milli kynja, en frá vorinu 1993 lifði ég alfarið sem kona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ljósbrot í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Ljósbrot í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
Fókus
Í gær

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emilio Santoro sigraði í Graceland

Emilio Santoro sigraði í Graceland
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sterkasti maður Íslands í fullri lengd

Myndband: Sterkasti maður Íslands í fullri lengd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs segir að lífaldur hans sé 18 ár

Beggi Ólafs segir að lífaldur hans sé 18 ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stúlkurnar sem keppa um titilinn Ungfrú Ísland á morgun

Stúlkurnar sem keppa um titilinn Ungfrú Ísland á morgun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva byrjar alla daga eins – „Þetta er bara regla, ég geri þetta á hverjum einasta morgni“

Sunneva byrjar alla daga eins – „Þetta er bara regla, ég geri þetta á hverjum einasta morgni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiða Eiríks lenti í ömurlegu atviki á laugardagskvöldið – „Mér brá fyrst, næst varð ég alveg öskureið og loks fylltist ég mjög mikilli vonbrigðatilfinningu“

Heiða Eiríks lenti í ömurlegu atviki á laugardagskvöldið – „Mér brá fyrst, næst varð ég alveg öskureið og loks fylltist ég mjög mikilli vonbrigðatilfinningu“