fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Bernskan einkenndist af drykkju foreldranna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. ágúst 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir var fyrsta íslenska transkonan sem kom fram fyrir augu þjóðarinnar, bein í baki, stolt og loksins byrjuð að lifa í sínu rétta kyni. Viðtalið birtist árið 1994 í Nýju Lífi og vakti mikla athygli. Anna var önnur íslenska konan sem gekkst undir kynleiðréttingu, en sú fyrsta hefur aldrei kosið að koma fram í fjölmiðlum. Anna og Ragnheiður Eiríksdóttir blaðakona, hittust á kaffihúsi, drukku kaffi, borðuðu belgískar vöfflur og ræddu saman um lífið og tilveruna.

Anna Kristjánsdóttir fæddist 30. desember árið 1951 í Höfðaborginni í Reykjavík og var alin upp að hluta í Mosfellsdalnum. Hún fæddist í líkama lítils drengs, en vissi samt alltaf að hún væri kona. Fjölskyldan taldi átta manns, en Anna var yngst, og öll bjuggu þau saman í aðeins 39 fermetrum. „Það þótti ekkert tiltökumál á þessum tíma. Auðvitað var þröngt um okkur, en einhvern veginn virkaði það.“

##Send í sveit
Bernskan einkenndist af drykkju foreldranna. „Þess vegna var ég send í sveit með tveimur yngri systkinanna. Barnaverndarnefnd greip nokkrum sinnum inn í mál fjölskyldunnar og eldri systkinin höfðu líka verið tekin af heimilinu á tímabili. Þetta snerist um drykkjuskap og vanrækslu, ekki ofbeldi. Þrátt fyrir allt bjuggu foreldrar mínir alla tíð saman, í 55 ár. Mér fannst þetta ekkert voðalega dramatískt. Fyrst var ég á Silungapolli, svo í Reykjahlíð í fimm ár.“ Tólf ára gömul kom Anna svo aftur til fjölskyldu sinnar í Reykjavík. Ástandið hafði lítið skánað. „Það var allt við það sama, en ég var orðin eldri. Aðstæðurnar á heimilinu voru mikið feimnismál og ég bauð til dæmis aldrei vinum heim. Það var mikið um feimnismál og feluleik. Þessar aðstæður voru þó alls ekkert einsdæmi. Á sjötta áratugnum bjó mikill fjöldi barna við svipuð kjör. Þröngbýli og fátækt þóttu ekki tiltökumál og það þótti til dæmis ekkert sjálfsagt að vera með baðherbergi. Hjá okkur var einungis salerni en tvær sundlaugar voru mikið stundaðar.“

Ég spyr Önnu hvort einhver í sveitinni hafi gengið henni í móður- eða föðurstað, og hvort hún hafi upplifað ofbeldi á þessum stöðum eins og margir henni samtíða hafa lýst á seinni árum. „Nei, það var enginn sem gekk mér í foreldrisstað, en ég varð heldur aldrei vör við neitt ofbeldi fullorðinna gagnvart börnunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið