Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar
*7.320.000 kr.
Kári Stefánsson hefur ítrekað blandað sér í þjóðfélagsumræðuna með áberandi hætti. Hann setti af stað undirskriftasöfnun þar sem farið var fram á að 11% af vergri landsframleiðslu færi til reksturs heilbrigðiskerfisins. Viðtökur voru vægast sagt góðar, en 85 þúsund manns skrifuðu undir. Kári hefur svo reglulega beint spjótum sínum að formanni Framsóknarflokksins, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, en honum þykir greinilega ekki mikið til hans koma sem stjórnmálamanns. Kári á til að vera æði stóryrtur og ummæli hans falla í grýttan jarðveg hjá sumum meðan öðrum líkar þau vel. Það er allavega tekið eftir því sem Kári segir.