fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Hraðstefnumót fyrir notendur Twitter

Rómantíkina er líka að finna á Twitter

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. júlí 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samskiptaforritið Twitter er orðið miklu meira en vettvangur fyrir tjáningu skoðana í 140 slögum eða minna. Núna er fólk farið að nota Twitter sem vettvang fyrir stefnumót og rómantísk samskipti.

Þrjár ungar íslenskar konur, sem eru allar virkir notendur á Twitter, hafa tekið upp á því að skipuleggja hraðstefnumót fyrir notendur Twitter – í raunheimi. Hraðstefnumót fara þannig fram að helmingur hópsins situr við borð, og hinn helmingurinn flakkar milli borða. Hvert par fær fimm mínútur til að spjalla og í lok kvöldsins skrifar fólk á miða hvern það gæti hugsað sér að hitta aftur. Ef áhuginn er gagnkvæmur láta skipuleggjendur þá aðila vita og þeir plana sjálfir næstu skref.

Rómantík, vinskapur og vængkonur

@tungufoss, sem heitir réttu nafni Helga Ingimundardóttir, er í forsvari fyrir hópinn og svaraði nokkrum spurningum frá blaðakonu DV, sem er mikil áhugakona um stefnumótamenningu á Íslandi.

Hvernig datt ykkur þetta í hug?
„Þetta hefur komið upp nokkrum sinnum undanfarna mánuði í spjalli um hvað Tinder er glatað fyrirbæri. Það er eitthvað um að fólk hittist eftir að hafa kynnst á Twitter og samkvæmt okkar upplýsingum hefur það gefið góða raun. „Twittingar“ (innskot blaðamanns: hittingar fyrir Twitter-fólk) eru líka haldnir reglulega og það er oft gaman að hitta í raunheimi þá sem maður hefur kynnst á þennan hátt.“

Er fólk spennt?
„Áhuginn hjá stelpum virðist vera meiri – en strákarnir hafa verið feimnari við að tjá áhuga sinn. Einn sagði við mig í einkaskilaboðum að honum þætti þetta voðalega örvæntingarfullt plan, en við erum alls ekki sammála því. Það er hægara sagt en gert að átta sig á því hverjir eru á lausu á Twitter.“

Sjálf hefur Helga farið á nokkur Twitter-stefnumót og ber þeim góða söguna.

„Þessi stefnumót eru oft byrjun á góðum vinskap, og ekki alltaf rómantísk niðurstaða. Svona stefnumót eru mjög lík Tinder-stefnumótum, en mér finnst þetta aðeins dýpra því þú hefur oftast náð að kynnast manneskjunni í gegnum virkni á Twitter. Þetta er merkilega lítið vandræðalegt. Ef það kemur vandræðaleg þögn er alltaf hægt að spjalla um „hashtagg“ sem hefur verið ofarlega á baugi.“

Viðburðurinn verður haldinn á Kex-hostel mánudaginn 25. júlí kl. 20. Allir eru velkomnir og ekki þarf að skrá sig.

„Kannski verður þetta alveg jafnmikið tækifæri til að kynnast nýjum vængkonum – svona ef kynjahallinn verður mikill. Þeir sem mæta eiga það að minnsta kosti sameiginlegt að vera virkir á Twitter og vera einhleypir.“

Áhugasömum er bent á að fylgja Helgu á Twitter: @tungufoss

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

In Flames til Íslands í sumar

In Flames til Íslands í sumar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman