fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Sá undir iljar menntamálaráðherra

Páll Magnússon um viðskilnaðinn við RÚV

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 16. júlí 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„þetta var verkefni og því lauk. Það er ekkert harmsefni heldur bara ágætt því ég hef síðan þá getað einbeitt mér að því sem mér finnst skemmtilegt Hins vegar fannst mér leiðinlegt að þessu skeiði skyldi þurfa að ljúka með þeim ómerkilegheitum og undirmálum sem lágu þarna að baki. En ég er ekkert að ergja mig á því lengur,“ segir Páll Magnússon í viðtali við DV aðstpurður um aðdraganda þess að hann lét af starfi útvarsstjóra árið 2013 eftir erfiðar niðurskurðaraðgerðir. Spurður um það í hverju ómerkilegheitin hafi verið falin segir hann: „Þau fólust fyrst og fremst í því að meirihluti stjórnarinnar ákvað, reyndar með menntamálaráðherrann í fararbroddi, að flýja frá eigin ákvörðunum og skilja aðra eftir með þær í fanginu. Alþingi ákvað að skera útgjöld RÚV niður um 600 milljónir og af því leiddi auðvitað talsverð fækkun starfsmanna því stærstur hlutinn af breytilegum kostnaði við rekstur RÚV eru vinnulaun. Stjórnin tók endanlega ákvörðun um hvernig þetta yrði gert og útvarpsstjóranum auðvitað falið að sjá um framkvæmdina. Farið var í þessar erfiðu aðgerðir en við fyrsta andstreymi brast flesta stjórnarmenn kjarkur. Þeir lögðu á harðaflótta frá eigin ákvörðunum og fyrst sá undir iljarnar á menntamálaráðherranum.“

Spurður hvort hann hafi einhvern tíma rætt við þetta fólk um þessa framkomu svarar hann: „Nei, og ég ætla ekki að gera það. Svona fór þetta bara og ég er löngu hættur að láta þetta bögglast fyrir mér. Þegar þetta gerðist fannst mér ómerkilegheitin og hugleysið ná út yfir allan þjófabálk en núna er þetta bara eins og hvert annað atvik í lífinu og ekki í flokki með þeim merkilegri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman