fbpx
Laugardagur 30.nóvember 2024
Fókus

Yfir 300 stúlkur taka þátt í fótboltaskóla Barcelona

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. júlí 2016 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur líf og fjör í fótboltaskóla Barcelona sem hefur verið í gangi á Valsvellinum við Hlíðarenda undanfarna daga en honum lýkur á morgun. Yfir 300 stúlkur hafa tekið þátt í skólanum frá Barcelona og Íslandi. Mjög mikil ánægja ríkir með skólann og hefur veðrið leikið við þátttakendur allan tímann.

Þekktir knattspyrnumenn hafa komið í skólann og kennt stelpunum en landsliðsmennirnir Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Bjarnason komu í skólann í dag sem og landsliðskonurnar Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.

Knattspyrnuakademía Íslands og fótboltaskóli Barcelona hvetja alla til koma og vera við skólaslitin á morgun en athöfnin hefst klukkan 13. Við skólaslitin verður varaforseti FC Barcelona, Carles Vilarrubí Carrió.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman