fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Vigdís: „Það gerði þetta svo ósvífið. Auðvitað var maðurinn í losti.“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. júlí 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir er að hætta á Alþingi. Hún tilkynnti ákvörðun sína í byrjun vikunnar og ætlaði allt að verða vitlaust á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Allir hafa nefnilega skoðun á henni. Ragnheiður Eiríksdóttir hitti þessa umdeildu konu og ræddi um ferilinn og ýmislegt fleira.

„Wintris var nú engin sprengja. Það vissu allir að Anna Sigurlaug, eiginkona forsætisráðherra, ætti efnaða foreldra og væri búin að fá fyrirfram greiddan arf. Það er allt mjög skrítið í sambandi við þetta Wintris-mál og hvernig RÚV kom að því. Ríkisútvarpið sem tekur til sín 3.600 milljónir á ári frá skattgreiðendum leiðir beinlínis forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis í gildru. Þetta var vel undirbúin og skipulögð árás sem átti sér langan aðdraganda. Jóhannes Kr. hjá Reykjavik Media er búinn að gefa það út að hann hafi unnið að þessu í 10 mánuði. Og bíddu við, á ekki að ræða neitt í þessum Panama-skjölum nema það sem snýr að Framsóknarflokknum?“

Óviðeigandi umgjörð

Hvernig leið þér þegar þú ­horfðir á forsætisráðherrann í viðtalinu, kenndirðu í brjósti um hann?
„Já, ég gerði það. Ég horfði á viðtalið þrisvar þetta kvöld. Ég var mjög hissa. Mér fannst umgjörðin svo óviðeigandi. Maður setur ekki viðmælanda einan á einhvern stól í miðju herberginu, langt úti á gólfi. Forsætisráðherra landsins var þarna á heimavelli því hann einn hefur lykla að ­ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Það gerði þetta svo ósvífið. Auðvitað var maðurinn í losti.“

Finnst þér ekkert athugavert við það að forsætisráðherra og/eða hans kona geymi peninga erlendis og séu á sama tíma að berjast fyrir krónunni og íslenska hagkerfinu?

„Það kemur mér ekki við sem þegn í þessu landi hvað fólk gerir við bílana sína, húsin sín, sumarhúsin sín og peningana sína. EES-samningurinn gengur meðal annars út á frjálst flæði fjármagns. Þetta félag var stofnað löngu fyrir bankahrunið og allar lagalegar forsendur voru uppfylltar. Auk þess voru þau búin að borga tæpar 400 milljónir í skatta frá 2008 hér á landi. Hvað vill fólk þá meira?“

Er það mögulega siðlaust að einhverju leyti að koma peningum úr landi með þessum hætti?

„Það var enginn að spá í eitthvert siðferði á árunum fyrir hrun. Útrásarvíkingarnir tæmdu íslensku bankana og skildu allt eftir í rjúkandi rúst og fengu svo ­afskrifaðar þúsundir milljarða. Eigum við eitthvað að ræða það? Svo er ráðist á þann mann sem kemur og ­ætlar að stóla upp og skúra gólfin ­eftir dansleikinn. Maður sem barðist með kjafti og klóm á móti kröfu­höfunum er tekinn niður sem sakamaður í öllum þessum snúningum frá bankahruni, en hinir eru allir frjálsir ferða sinna. Enginn annar flokkur hefur djöflast jafn mikið í kröfuhöfunum og Framsóknarflokkurinn og mér finnst þetta ósegjanlega ­ósanngjarnt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið