fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

Von á sprengju frá Vigdísi

„Stærri en Icesave 1, sem hristi nú duglega upp í fólki“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. júlí 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú ertu flokksmanneskja Framsóknarflokksins sem er nú kannski ekki barnanna bestur þegar kemur að kjördæmapoti.

„Ég hef aldrei verið smeyk við að gagnrýna minn eigin flokk og hef mig upp fyrir pólitík og hugsa frekar um heildarhagsmuni þjóðarinnar. En inni við beinið eru allir flokkar í gríðarlegu kjördæmapoti. Dæmi um þetta eru Vinstri græn sem gefa sig út fyrir að vera á móti stóriðju og vera umhverfisverndarflokkur, nema í kjördæmi Steingríms J., þar sem farið var af stað með stóriðju á síðasta kjörtímabili. Þannig að ég bara bið stjórnmálamenn framtíðarinnar að vera samkvæmir sjálfum sér.

Vinstri græn gefa sig út fyrir að vera kvenfrelsisflokkur en eru ekki tilbúin að gefa konum kost á því að vera oddvitar á listum. Í Norðausturkjördæmi eiga þeir mjög flotta konu, Bjarkeyju Olsen, og hún fær ekki að leiða listann af því að Steingrímur, sem er búinn að sitja þarna í 30 ár, ætlar bara að halda áfram. Þetta er prinsippleysi sem mér líkar svo illa í íslenskri pólitík.“

Er Steingrímur á meðal þeirra sem þú vildir sjá hverfa af Alþingi?
„Ég ætla ekkert að segja um það, en það er greinilegt að hann ­þekkir ekki sinn vitjunartíma. Það fer kannski eitthvað að gusta um karlinn þegar við Guðlaugur Þór birtum upplýsingar um seinni einkavæðingu bankanna. Við erum búin að djöflast í þessu síðan 2012, en nú er ég búin að fá öll svör og það liggur fyrir niðurstaða.“

Er þetta sprengja?
„Já, þetta er sprengja. Stærri en Icesave 1, sem hristi nú duglega upp í fólki.“

Stærri en Wintris?
„Wintris var nú engin sprengja. Það vissu allir að Anna Sigurlaug, eiginkona forsætisráðherra, ætti efnaða foreldra og væri búin að fá fyrirfram greiddan arf. Það er allt mjög skrítið í sambandi við þetta Wintris-mál og hvernig RÚV kom að því. Ríkisútvarpið sem tekur til sín 3.600 milljónir á ári frá skattgreiðendum leiðir beinlínis forsætisráðherra sjálfstæðs ríkis í gildru. Þetta var vel undirbúin og skipulögð árás sem átti sér langan aðdraganda. Jóhannes Kr. hjá Reykjavik Media er búinn að gefa það út að hann hafi unnið að þessu í 10 mánuði. Og bíddu við, á ekki að ræða neitt í þessum Panama-skjölum nema það sem snýr að Framsóknarflokknum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ljósbrot í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Ljósbrot í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
Fókus
Í gær

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs

Fyrirsætan gagnrýnd harðlega: Kærastinn er 16 ára en hún 21 árs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emilio Santoro sigraði í Graceland

Emilio Santoro sigraði í Graceland
Fókus
Fyrir 2 dögum

Myndband: Sterkasti maður Íslands í fullri lengd

Myndband: Sterkasti maður Íslands í fullri lengd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Beggi Ólafs segir að lífaldur hans sé 18 ár

Beggi Ólafs segir að lífaldur hans sé 18 ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stúlkurnar sem keppa um titilinn Ungfrú Ísland á morgun

Stúlkurnar sem keppa um titilinn Ungfrú Ísland á morgun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sunneva byrjar alla daga eins – „Þetta er bara regla, ég geri þetta á hverjum einasta morgni“

Sunneva byrjar alla daga eins – „Þetta er bara regla, ég geri þetta á hverjum einasta morgni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heiða Eiríks lenti í ömurlegu atviki á laugardagskvöldið – „Mér brá fyrst, næst varð ég alveg öskureið og loks fylltist ég mjög mikilli vonbrigðatilfinningu“

Heiða Eiríks lenti í ömurlegu atviki á laugardagskvöldið – „Mér brá fyrst, næst varð ég alveg öskureið og loks fylltist ég mjög mikilli vonbrigðatilfinningu“