fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fókus

„Þá varð ég reiður og virkilega fúll“

Ole Gunnar Solskjær ræðir möguleika Íslands í riðlinum á EM – Ungverjaland ekki sterkt lið og hentar Íslandi vel – Skil vel ef Eiður hættir eftir EM

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. júní 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Solskjær er eitt af stóru nöfnunum í enska boltanum enda lék hann með Manchester United í ellefu ár og það á þeim tíma sem veldi Alex Ferguson reis hvað hæst, bæði á Englandi og í Evrópu. Eggert Skúlason hitti þennan glaðlega og unglega þjálfara í Molde á björtum sumardegi. Umræðuefnið var fótbolti. Evrópukeppnin og möguleikar íslenska landsliðsins á að komast upp úr riðlinum og einnig var rætt um Ole Gunnar og hápunktana hjá United.

„Ég vissi alltaf að þegar við vorum undir eða ef staðan var jöfn, þá myndi ég koma inn á seint í leikjunum. Ef við vorum 1–0 yfir vildi hann ekki breyta. Ef við vorum 2–0 yfir vissi ég að ég fengi að spila síðustu 15–20 mínúturnar. Ég var alltaf inni í hans plönum og ég vissi að ég fengi að spila marga leiki á tímabilinu þó að ég væri sjaldnast að byrja. Ferguson elskaði mig og vildi hafa mig í hópnum. Ég fann það alltaf.“

Þú átt nú nokkur augnablik sem íþróttasagan geymir.

„Já, leikurinn gegn Bayern er klassískur. En ég man að í átta liða úrslitum spiluðum við gegn Milan og ég kom ekki inn á eina sekúndu. Í undanúrslitum mættum við Juventus. Það var sama staða. Ég spilaði ekki eina sekúndu. Svo var það í hálfleik í úrslitaleiknum að ég sá að Ferguson var að ræða við Sheringham sem líka sat á bekknum. Ferguson sagði við hann: „Ef við skorum ekki ekki eftir fimmtán til tuttugu mínútur þá skipti ég þér inn á.“ Sheringham hitaði upp og kom svo inn á. Þá varð ég reiður og virkilega fúll. Sheringham var búinn að skora einhver fimm mörk en var búinn að setja sextán. Ég hugsaði með mér: Hvað er að, af hverju skiptir hann mér ekki inn á. Ég fór að hita upp fyrir framan Ferguson og reyndi að ná athygli hans. Ég þoldi ekki að hann skyldi horfa framhjá mér í þessari stöðu. Svo skipti hann mér loks inn á og flestir þekkja framhaldið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessir staðir og fyrirbrigði á Íslandi segja ferðamenn að séu ofmetin

Þessir staðir og fyrirbrigði á Íslandi segja ferðamenn að séu ofmetin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallananum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í „hvarfi“ Nökkva Fjalars

Nýjar vendingar í „hvarfi“ Nökkva Fjalars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum

Vikan á Instagram – Ástin, fjölbreytileikinn og kelerí í Skógarböðunum