fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Boris Johnson gefur ekki kost á sér

Kveðst ekki geta staðið undir því leiðtogahlutverki sem til þarf

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 30. júní 2016 11:44

Kveðst ekki geta staðið undir því leiðtogahlutverki sem til þarf

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, þingmaður breska Íhaldsflokksins og fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, ætlar hvorki að sækjast eftir því að verða formaður flokksins né forsætisráðherra Bretlands.

Eftir að David Cameron forsætisráðherra Bretlands gaf út að hann myndi segja af sér vegna niðurstöðu Brexit kosninganna var fastlega búist við að Johnson myndi sækjast eftir hans stöðu.

Fyrr í morgun sagði Johnson í yfirlýsingu að hann teldi sig ekki geta staðið undir því leiðtogahlutverki sem til þyrfti né heldur að framboð hans myndi skapa þá samstöðu sem nauðsynleg væri.

Í morgun tilkynnti dómsmálaráðherra Bretlands, Michael Gove, nokkuð óvænt að hann ætli bjóða sig fram til formanns flokksins. Slíkt hið sama hafa orkumálaráðherra landsins, Andrea Leadsom, og varnarmálaráðherrann Liam Fox gert. Öll þrjú börðust fyrir því að Bretland myndi segja sig úr Evrópusambandinu, líkt og Johnson gerði einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring
Fókus
Í gær

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“