fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Birna er ein af fyrstu íslensku slökkviliðskonunum: „Sumir treysta mér ekki alveg“

Hefur mætt fordómum í starfi – „Allir kunna betur við fjölbreytni“

Auður Ösp
Föstudaginn 3. júní 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Björnsdóttir er ein af fyrstu konunum sem ráðnar voru til starfa sem slökkviliðsmenn hjá Slökkviðliði höfuðborgarsvæðisins. Lýsir hún talsverðum fordómum sem hún mætti í fyrstu, bæði á vinnustaðnum og utan hans, en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Henni leiðist aldrei í vinnunni og hlakkar til að mæta á hverjum morgni klukkan tuttugu mínútur yfir sjö.

Birna kveðst hafa vitað þegar hún hóf störf árið 2001 að ekki væru allir jafn starfsfélagar hennar hrifnir af því að fá konu í hópinn en þetta kemur fram á vef VR DV greindi einnig frá því í mars síðastliðnum að Birna hefði öðlast réttindi til reykköfunar ásamt Sigríði Dynju Guðlaugsdóttur.

„Ég tók bara þá ákvörðun að reyna að aðlagast hópnum og vinna mér inn traustið. Ég ætlaði mér ekkert að vera öðruvísi en hinir heldur bara eins og strákarnir. Jafnframt gerði ég mér fulla grein fyrir því að ég var ráðin til að sinna sömu verkefnum og þeir,“ segir Birna og bætir við að hún ekki gefið karlkyns samstarfsmönnum sínum neitt eftir, enda vel á sig kominn líkamlega.

Hún segist ekki lengur verða var við kynjafordóma frá samstarfsfélögum sínum en óneitanlega gerist það að þeir sem hún sinnir í útköllum verða hissa þegar þeir sjá konu koma á slökkviðliðsbílnum.

„Auðvitað eru einhverjir með smá fordóma og sumir treysta mér ekki alveg. Ég man eftir einu sjúkraútkalli þar sem við þurftum að setja eldri mann í svokallaðan stól og halda á honum út úr húsi. Við vorum bara tvö í áhöfn á sjúkrabílnum og dóttur mannsins leist alls ekki á það að ég ætlaði að fara að taka þátt í þessu. Það voru fleiri karlmenn viðstaddir og hún spurði þá bara hreint út hvort þeir ætluðu að láta konuna um burðinn. Það endaði samt þannig að ég sinnti verkinu og dóttirin var bara mjög sátt að lokum.“

Þá kveðst Birna fullviss um kynjadreifing hafi mikil og góð áhrif á andrúmsloftið á vinnustöðum. „Nú þegar ég hef unnið hér lengi og á orðið góða vini í liðinu tala þeir um að sé gott að hafa konu í hópnum. Orkan verður öðruvísi og allir kunna betur við fjölbreytni“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar og Eva eru nýtt par

Ómar og Eva eru nýtt par
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur

Bókaspjall: Tvær ólíkar spennusögur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna

Sjáðu Sigmund Davíð í trylltum dansi á skemmtikvöldi ungra Miðflokksmanna