fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Fylgdist með fæðingunni á Skype

Eitt af því sem fylgir vinnunni – Var viss um að stelpa væri á leiðinni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. júní 2016 21:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann flýgur um heiminn, gistir á fyrsta flokks hótelum, fær alltaf eitthvað gott að borða og bíður og bíður og bíður. Þannig er líf leikarans hér um bil. Jóhannes Haukur Jóhannesson er ekki lengur á barmi heimsfrægðar, enda er hann kominn þangað. Hlutverkin rúlla inn á passlegum hraða og inni á milli utanlandsferðanna nýtur hann lífsins með fjölskyldunni. Ragnheiður Eiríksdóttir hitti Jóhannes (og skeggið hans) yfir kaffibolla og fékk að vita sannleikann um stjörnulífið sem er kannski dálítið meira en lúxus og bið.

Fæðing í beinni

Þegar yngsta barn þeirra Jóhannesar og eiginkonu hans, Rósu Bjarkar, fæddist var Jóhannes í tökum í Kanada og hann fylgdist með í gegnum Skype. „Konan mín er svo lógísk. Við vissum frá upphafi verkefnisins að ég mundi missa af fæðingunni, enda var ég burtu í þrjá mánuði. Það var annaðhvort að gera þetta eða ekki, og svona lagað er bara eitt af því sem fylgir vinnunni, eins og hjá sjómönnum kannski. Þess vegna var aldrei nein gremja í kringum þetta. Við undirbjuggum þetta vel og ég var með í gegnum Skype. Í fyrsta sinn fæddi konan mín heima, það var alveg frábært og að okkar mati miklu betra en að fæða á spítala. Undirbúningurinn er allur svo góður og það er aldrei neitt tvísýnt ef konan er heilbrigð.“

Jóhannes sat sem sagt mörgþúsund kílómetra í burtu í kanadísku hótelherbergi þegar lítil stúlka kom í heiminn. „Frænka var staðgengill minn og tæknimaður og við vorum búin að græja þrífót fyrir símann og allt þetta tæknilega áður en ég fór. Sem betur fer fæddi hún á sunnudegi þegar ég var ekki í tökum.“
Ég tek andköf og spyr í ofvæni hvort þetta hafi ekki verið óbærilegt. „Það eina sem skipti mig máli var að allt væri í lagi með þær tvær. Reyndar vissum við ekki kynið. Ég var viss um að það yrði stelpa en konan mín þóttist vera búin að sjá í einhverjum tarotspilum að strákur væri á leiðinni. Eiginlega var það frekar gott á hana. En auðvitað var okkur alveg sama, svo framarlega að barnið væri mennskt og heilbrigt. Það var samt ekkert annað sem komst að meðan á þessu stóð, engar áhyggjur af neinu praktísku eins og að vatn skvettist á parketið. Það má kannski líkja þessu við landsleik, það er æðislegt að vera á staðnum en líka frábært að sjá hann í beinni. Ég fór svo út um kvöldið og fagnaði með leikarahópnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Í gær

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“