fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

„Ég er bara Gummi Ben og þannig vil ég hafa það“

Forréttindi að fá að lýsa leikjum íslenska liðsins – Þáttur stuðningsmanna einstakur

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 24. júní 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, sem gengur alla jafnan undir nafninu Gummi Ben, hefur, eins og flestir landsmenn hafa tekið eftir, farið hreinlega á kostum í lýsingum sínum á leikjum íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu. Lýsingar, eða öllu heldur tilfinningar hans og tilburðir, hafa ennfremur farið eins og eldur í sínu um heim allan, í fjölmiðlum og á samskiptamiðlum.

Ein af stærstu stundunum

Hvað skyldi Gummi sjálfur segja um þessi viðbrögð umheimsins?

„Ég veit ekki hvað skal segja en leikurinn við Austurríkismenn er ein af stærstu stundunum í íslenskri íþróttasögu er mér óhætt að fullyrða. Það er hrein forréttindi að fá að lýsa slíkum viðburði, það er alveg ljóst,“ sagði Gummi Ben.

Hvað fór um hugann á lokamínútum leiksins við Austurríki. Þú slepptir gersamlega fram af þér beislinu?

„Það er alveg hægt að segja það með sanni að ég hafi sleppt fram af mér beislinu. Það er ofsalega skemmtilegt að geta haldið gjörsamlega með öðru liðinu og fyrir vikið sleppir maður sér alveg. Þetta er mjög sérstakt, þetta er landsliðið okkar og forréttindi að fá að lýsa leikjum liðsins og það í þessari keppni. Þetta er engu líkt.“

Varstu lengi að ná þér niður eftir lýsinguna á miðvikudagskvöldið?

„Þetta var ekki ósvipað eftir knattspyrnuleik sem maður tekur sjálfur þátt í. Ég var ekki að sofna strax, var hátt uppi og gersamlega búinn á því. Eftir svona lýsingu er maður ekki til afreka, það tekur tíma að ná sér niður.“

Guðmundur sagði þessi úrslit við Austurríki ein þau merkustu í íslenskri íþróttasögu. Við erum ekki búnir að tapa leik í og vinnum okkar fyrsta sigur í keppninni gegn Austurríki. Sá sigur tryggði okkur sæti í annan risaleik í mótinu. Það er hreint magnað út af fyrir sig og verður geggjaður leikur að mati Guðmundar.

//platform.twitter.com/widgets.js

Þáttur stuðningsmannanna er einstakur

„Stuðningsmennirnir okkar, Bláa hafið, sem ég vil nefna svo, og þáttur þeirra allur í þessu dæmi, kallar líka fram ólýsanlegar tilfinningar. Þeir hafa verið stórkostlegir og hróður þeirra hefur farið víða. Það er varla hægt að lýsa þessu með orðum.“

Er mótið búið að vera mikil upplifun?

„Heldur betur. Fyrsti leikurinn í St. Etienne var einstök stund þar sem maður fékk gæsahúð löngu fyrir leik. Þá var maður fyrst almennilega að átta sig á því að við Íslendingar værum í raun þátttakendur á þessu móti. Í Marseille, þrátt fyrir stórkostlega umgjörð vallarins, var stemningin ekki eins. Fjöldi stuðningsmanna okkar lenti í erfiðleikum með að komast inn á leikvanginn og sumir komust ekki í sæti fyrr en leikurinn var hafinn. Sem betur fer lenti enginn í svona kringumstæðum fyrir leikinn á móti Austurríki og bara geðbilað að sjá íslensku stuðningsmennina og stemninguna sem þeir komu með inn í leikinn.“

Við erum með lið sem neitar að tapa

Hefur þú trú á því að liðið haldi uppteknum hætti og komist í 8-liða úrslit mótsins?

„Ég hef enga ástæðu til að hafa ekki trú á þessu liði. Það er kannski þvert gegn öllu eðlilegu að spá því að Íslendingar eigi möguleika gegn Englendingum sem á að vera á pappírunum miklu sterkara lið. Við eigum hins vegar lið sem neitar að tapa. Ég myndi aldrei þora að spá því að við myndum tapa fyrir enska liðinu. Íslenska liðið trúir því ekki að það tapi leik,“ segir Guðmundur.

Kominn heim en strax aftur út til Nice

Guðmundur kom heim til Íslands í gær en hann gerir ekki langan stans. Hann ætlar að lýsa leiknum frá Nice á mánudagskvöldið. Hann segist fara utan um helgina og hlakka mikið til leiksins.

Margir segja að þú sért orðinn heimsfrægur á lýsingum þínum. Hvað viltu segja sjálfur um það?

„Nei, ég held að ég sé það örugglega ekki og hef engan áhuga á því. Lýsingin mín á síðustu mínútum leiksins gegn Austurríki fór víða og síminn fór að hringja snemma morguninn eftir. Alls konar fjölmiðlamenn reyndu að ná tali að mér. Ég asnaðist til svara í fyrstu en lét þá síðan alveg vera enda hafði öðrum hnöppum að hneppa en að vera í einhverjum fjölmiðlasirkus. Ég er bara Gummi Ben og þannig vil ég hafa það,“ segir Guðmundur sem var smám saman að fá röddina aftur eftir magnaða lýsingu á miðvikudagskvöldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún Hafsteinsdóttir: „Tek það ekki nærri mér að vera kölluð útlendingahatari – Veit hver ég er“

Guðrún Hafsteinsdóttir: „Tek það ekki nærri mér að vera kölluð útlendingahatari – Veit hver ég er“
Fókus
Í gær

Líf Önnu Karenar breyttist í október 2023 – Spyr sig hvað hún hefur kostað íslenska skattgreiðendur

Líf Önnu Karenar breyttist í október 2023 – Spyr sig hvað hún hefur kostað íslenska skattgreiðendur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“

Fyrrum glamúrfyrirsæta veltir fyrir sér hvort henni hafi yfir höfuð langað að eignast börn – „Þetta var bara eitthvað sem allir gera“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón