„Hulda í Vatnsdal er afskaplega berdreyminn kona“
,,Ég er bjartsýnn og ástæða fyrir því er að móðir mín Hulda í Vatnsdal er afskaplega berdreymin kona,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og nú sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs hjá Grindavíkurbæ.
Þorsteinn er brattur og hefur trú á íslensku strákunum.
„Þegar ég var staddur í Frakklandi á mótinu á dögunum þá hringdi hún í mig og sagði mér að hana hefði dreymt að ég væri á leiðinni til Vestmannaeyja að taka viðtal og opnugrein við gamla knattspyrnuhetju í Vestmannaeyjum, Bóa Pálma. Hann heitir réttu nafni Sigmar og samkvæmt draumaráðningafræðum merkir það sigurvegari. Spurningin er því hvort draumurinn eigi ekki líka við um gott gengi Grindavíkur og ÍBV á Orkumótinu í Eyjum sem er að hefjast á morgun en þar er ég einmitt staddur með syni mínum. Ég spái því að þetta verði opnari leikur en að aðrir til þessa og Ísland vinni 3-2.“