Hin árlega víkingahátíð var haldin við Fjörukrána í Hafnarfirði um helgina. Hátíðin var nú haldin í bæjarfélaginu í 21. sinn en ár hvert dregur hún að áhugafólk um víkingatímann frá öllum heimshornum. Ljósmyndari DV var á staðnum og náði þessum skemmtilegu myndum.
Eins og í gamla daga Margir dunduðu sér við smíðar og handverk með gamla laginu.
Lömb á teini Boðið var upp á mat sem er líklega í ætt við þann sem víkingar lögðu sér til munns.
Viðeigandi klæði Á víkingahátíðinni klæðist fólk viðeigandi fatnaði.
Vígalegur Gestir í nútímafötum fengu gjarnan myndir af sér með víkingum.
Dramatík Hoggið til munks.
Staðarhaldarinn Sá með sólgleraugun er Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukrárinnar, en hann hefur rekið staðinn í yfir aldarfjórðung.