fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Öll launin hurfu út af reikningi Maríönnu

Gæti endað á götunni vegna smálánaskuldar

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 2. júní 2016 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég á ekki pening til að borga leiguna og hvað þá kaupa mat út mánuðinn.“ Þetta segir Maríanna Vestmann sem vaknaði upp við það í gærmorgun að smálánafyrirtæki voru búin að hreinsa allt út af bankareikningnum hennar. Líkt og annað fólk þarf Maríanna að standa í skilum á húsaleigu og eiga ofan í sig en sökum þess að öll launin hennar, samtals 160 þúsund krónur, voru tekin er hún í miklum vandræðum. Smálánafyrirtækin vilja ekki koma til móts við hana.

„Ég ætlaði að semja við þá þegar ég fengi útborgað en þegar ég kíkti í heimabankann sá ég að þeir voru búnir að taka allan peninginn. Ég á 6 þúsund krónur eftir.“

Samtals tóku tvö smálánafyrirtæki 160 þúsund krónur í sex færslum út af debetreikningi Maríönnu. Enn skuldar Maríanna fjórum smálánafyrirtækjum meira en hálfa milljón.

Stóð ekki í skilum

Maríanna, sem er 28 ára og námsmaður, var búin að semja við annað smálánafyrirtækið um að greiða ákveðna upphæð á mánuði. Hún stóð ekki alltaf í skilum því var samningnum rift án hennar vitundar. „Í smáa letri samningsins stendur að fyrirtækið áskilji sér rétt til að skuldfæra af reikningnum mínum. Þeir hefðu samt alveg mátt hringja í mig og tala við mig áður en þeir hirtu allt.“

Enn skuldar Maríanna smálánafyrirtækjum töluverða upphæð sem hún ætlar sér að greiða niður eins fljótt og auðið er. Hún er núna í tveimur vinnum og vonast til að geta fengið fyrirframgreidd laun í vikunni svo hún geti borgað húsaleiguna.

Maríanna kveðst hafa tekið smálán í fyrsta skipti í ágúst á síðasta ári í þeim tilgangi að eiga fyrir mat. Fljótlega var hún komin í vítahring þar sem vextir á slíkum lánum eru svimandi háir.

Allt löglegt

Þegar blaðamaður leitaði eftir svörum hvort heimilt sé að tæma launareikninga fólks í þeim tilgangi að innheimta skuldir þá bárust þessi svör. „
Viðskiptavinur veitir lánveitanda heimild til að skuldfæra kröfuna auk áfallins kostnaðar af debetkorti viðskiptavinar á gjalddaga/eindaga. Ef ekki reynist innstæða á korti viðskiptavinar hefur lánveitandi heimild til að skuldfæra á dags fresti af korti viðskiptavinar þar til krafan ásamt öllum kostnaði hefur verið greidd.“

Ganga mjög hart fram

Þórunn Anna Árnadóttir hjá Neytendastofu segir að í skilmálum smálánafyrirtækja, sem neytendur samþykkja, kemur fram að þau hafi heimild til að skuldfæra út af debet reikningum viðskiptavina sinna. „Þetta er bara eins og þegar þú heimilar bankanum að skuldfæra kreditkort. Þeir ganga mjög hart fram þegar lánið er komið í skuld og athuga oft hvort það sé innistæða á reikningnum fyrir kröfunni.“

Illa stödd

„Ég er í algjörri skuldasúpu. Þetta er ekkert annað en glæpahyski. Aldrei stunda viðskipti við smálánafyrirtæki,“ segir Maríanna reynslunni ríkari en hún gagnrýnir það sömuleiðis hversu auðvelt það er að taka smálán. Hún biðlar til allra sem hafa hug á því að taka slík lán að sleppa því þar sem það tekur ekki langan tíma að komast í vítahring með þessi lán sökum þess hve hár kostnaðurinn er.
„Maður sendir bara SMS. Allir geta fengið lán sem eru ekki á vanskilaskrá. Út af þessu rugli er ég núna komin á vanskilaskrá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón

Tvær skærustu tennisstjörnur heims í rómantískri ferð á Íslandi – Gistu á hóteli þar sem nóttin kostar hálfa milljón
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu

Cher fékk sjokk þegar hún lét breyta nafni sínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eitt að eiga skilnaðarbarn og annað að eiga barn með fanga“

„Það er eitt að eiga skilnaðarbarn og annað að eiga barn með fanga“