fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fókus

Sigríði Elvu langar að verða geimfari

Líður best í kollsteypu á 300 km hraða – Myndi ekki vilja búa með sjálfri sér – Smíðar listflugvél í frístundum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. júní 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir var fastagestur á sjónvarpsskjáum landsmanna í áratug á meðan hún starfaði við dagskrárgerð á Stöð 2. Svo var hún rekin og breyttist í flugvélanörd. Ragnheiður Eiríksdóttir hitti Siggu í spjalli um háloftin, drauminn um að verða geimfari, strögglið við að haga sér eins og fullorðin manneskja og ýmislegt fleira.

Lærir kannski að lenda

En hvað skyldi hin kraftmikla og skapandi Sigga geta hugsað sér að gera í framtíðinni? „Mig langar í alvörunni mjög mikið til að verða geimfari, en geri mér grein fyrir að sá draumur muni líklega ekki rætast. Til að byrja með var ég alveg sjúk í að verða flugvélasmiður, en það var sama hvernig ég reiknaði dæmið út, þá var ekki nokkur möguleiki til þess að hafa lifibrauð af því. Ég held að launin við að prjóna lopapeysur hljóti að vera betri.“

Vitaskuld er flugsjúka konan að vinna í því að verða sér úti um einkaflugmannspróf.

Flugið er tilraun mín til hugleiðslu, mitt jóga. Bara miklu skemmtilegra.

„Ég er örugglega að fara að taka vandaðasta og best undirbúna einkaflugmannspróf sem sögur fara af. Bóklega hlutann tók ég 2012 og svo varð dálítið endasleppt hjá mér að klára flugtímana. Ég varð ólétt og ýmislegt í lífinu tafði mig. Ég er samt búin að gera ýmislegt í flugi, eins og að fljúga lítilli rellu til Frakklands, og fyrsti flugtíminn minn eftir fjögurra ára hlé fór í að læra að fljúga á hvolfi. Ég hef aldrei verið góð í að gera hluti eins og á að gera þá, í réttri röð. Svo er ég mjög léleg í að forgangsraða. Þegar ég verð búin að fullkomna þessar helstu listflugsæfingar læri ég kannski að lenda. Siggi vinur minn átti ansi gott svar við vangaveltum mínum um akkúrat þetta, hvort ég væri að fara ranga leið í flugnáminu. Hann sagði „þetta lendir alltaf einhvern veginn á endanum“. Svo jú, ég gæti sannarlega hugsað mér að vinna við flug í framtíðinni. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“

„Ég finn það alveg í dag að um leið og ég set mig í fyrsta sæti og líður vel þá líður börnunum mínum vel“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áströlsk dómnefnd velur sigurstranglegasta lagið annað kvöld – Mjótt á efstu tveimur en eitt lag þykir áberandi slakast

Áströlsk dómnefnd velur sigurstranglegasta lagið annað kvöld – Mjótt á efstu tveimur en eitt lag þykir áberandi slakast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ozempic er að eyðileggja félagslífið mitt – Og ég er ekki á lyfinu

Ozempic er að eyðileggja félagslífið mitt – Og ég er ekki á lyfinu