fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Fræga fólkið og forsetakosningar: Trump eða Clinton?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. júní 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi heimsfrægra Bandaríkjamanna hefur gert upp hug sinn varðandi komandi forsetakosningar – en hvort styðja þau Donald Trump eða Hillary Clinton. Nýlega gerði BuzzFeed samantekt á því.

Oprah Winfrey styður Hillary Clinton

Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey segist styðja Hillary Clinton í komandi forsetakosningum.

Mynd: EPA.
Mynd: EPA.

Kid Rock styður Donald Trump

Í viðtali við Rolling Stone sagði söngvarinn tími til komin að fá forseta sem þekkti vel til í viðskiptalífinu og kynni á peninga. „Ég meina, hvernig á að halda fyrirtæki gangandi þegar það er farið á hausinn?“ spyr hann. Þess má til gamans geta að fyrirtæki Trump hafa margoft farið á hausinn.

Leonardo DiCaprio styður Hillary Clinton

Leikarinn er dyggur stuðningsmaður Clinton í orðum og gjörðum. Leo hefur meðal annars veitt framboði hennar fjárstyrk upp á rúmlega 300 þúsund krónur.

Ellen DeGeneres styður Hillary Clinton

Grínistinn og spjallþáttastjórnandinn Ellen hefur sagt að Clinton búi yfir öllu því sem hún vill sjá í fari forseta.

Gary Busey styður Donald Trump

Leikarinn virðist ekki ánægður með breytingar sem hafa orðið í stjórnartíð Obama. Hann segist þekkja Trump persónulega og treysti honum fyrir þessu verkefni.

Cher styður Hillary Clinton

Söngkonan er stoltur stuðninsmaður og hefur tjáð sig um það á samfélagsmiðlum.

Rosanne Barr styður Donald Trump

Leikkonan Rosanne Barr sagði í viðtali að bandaríska þjóðin væri heppin að fá Trump sem forseta. Aðallega svo að Hillary yrði ekki forseti.

Mynd: EPA.
Mynd: EPA.

Tom Hanks styður Hillary Clinton

Hanks hefur sýnt Hillary Clinton stuðning.

Kirstie Alley styður Donald Trump

Cheers-leikkonan tilkynnti á Twitter að hún væri stuðningsmaður Trump í komandi kosningum.

Uzo Aduba styður Hillary Clinton

Leikkonan sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt í Netflix-þáttunum Orange Is The New Black tók upp opinbert stuðningsmyndband ásamt meðleikurum sínum.

Willie Robertson styður Donald Trump.

Raunveruleikastjarnan úr Duck Dynasty styður Trump: „Trump er alvöru leiðtogi. Hann er tákn um velgengni og styrk, eiginleika sem þjóðin þarfnast.“

Steve Harvey styður Hillary Clinton

„Hún hefur barist fyrir félagslegu réttlæti, jafnrétti og málefnum sem stuðla að auknum réttindum borgara og viðskiptatækifærum,“ sagði Steve í útvarpinu.

Wayne Newton styður Donald Trump

Söngvarinn segir Trump segja sannleikann og þykir mikið til hans koma sökum þess hve ríkur hann er.

Mynd: Twitter,
Mynd: Twitter,

Kim Kardashian og Kanye West styðja Hillary Clinton

Myndin hér fyrir ofan segir allt sem segja þarf.

Amy Schumer styður Hillary Clinton

Grínistinn Amy Schumer segist styðja Hillary.

Jon Voight styður Donald Trump

Leikarinn gaf út yfirlýsingu sem hvatti alla til að berjast fyrir því að fá Trump sem forseta. „Rétt atkvæði mun bjarga þjóðinni okkar,“ sagði Voight.

Will Ferrell styður Hillary Clinton

Gamanleikarinn hefur sýnt framboði Clinton stuðning.

Matt Damon styður Hillary Clinton

Matt hefur lýst yfir stuðningi við Clinton í viðtali.

Stephen Baldwin styður Donald Trump

Stephen Baldwin segist trúa á Trump af ýmsum ástæðum. Ekki er víst að bróðir hans, Alec Baldwin, sé sammála.

Mynd: EPA.
Mynd: EPA.

Beyoncé styður Hillary Clinton

„Drottningin“ sjálf styður Hillary.

Bryan Cranston styður Hillary Clinton

Leikarinn lýsti yfir stuðning í viðtali.

Azealia Banks styður Donald Trump

Þetta viðurkenndi hún á Twitter fyrr á þessu ári.

Shonda Rhimes styður Hillary Clinton

Höfundur Grey‘s Anatomy og fleiri þáttaraða hefur stutt Hillary opinberlega.

Mike Tyson styður Donald Trump

Hnefaleikakappinn ber virðingu fyrir Trump og sagðist hvetja alla til að kjósa hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Í gær

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“