fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Sigurður hvetur fólk til að horfa á myndina In the Name of the Father

Myndin hlaut sjö tilnefningar til Óskarsverðlauna á sínum tíma

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 17. júní 2016 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hvetur fólk til að horfa á myndina In The Name of the Father frá árinu 1993. Myndin var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna á sínum tíma.

„Í framhaldi af þróun þessara mála og aukinni vitund almennings um misferli saksóknara og brotalöm dómstóla þá hvet ég fólk til að horfa á hina mögnuðu kvikmynd In The Name Of The Father,“ segir Sigurður á Facebook-síðu sinni.

Sigurður var sem kunnugt er dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Al Thani-málinu svokallaða, en dómur féll í málinu í Hæstarétti í febrúar í fyrra. Hann var svo dæmdur í eins árs fangelsi í héraðsdómi í fyrrasumar í stóra markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða.

In the Name of the Father segir frá smáþjófi frá Belfast, Gerry Conion, sem er ranglega ákærður fyrir sprengjutilræði Írska lýðveldishersins, IRA, á krá þar sem nokkrir létu lífið. Gerry sat í fangelsi í fimmtán ár ásamt föður sínum sem einnig var bendlaður við málið. Segir myndin frá baráttu Gerrys við að sanna sakleysi sitt.

„Kvikmyndin endurspeglar vel hvernig embættismenn, lögregla og saksóknarar níðast á saklausu fólki í þeim tilgangi að upphefja sjálfa sig í sviðsljósi fjölmiðlanna sem lepja upp lygaspunan eins og heilagan sannleika. Telja sig þjóna verkefnum sínum takist þeim að sefa reiði almennings og fullnægja athyglissýkinni á sama tíma og þeir brjóta lögin sem þeim ber að virða í einu og öllu,“ segir Sigurður í færslunni.

Hann bætir við að það sé ekki hlutverk saksóknara „að vera skapandi í sínum störfum“ í þeim tilgangi að fá sakborninga sakfellda. „Hlutverk saksóknara er að vera hlutlaus og horfa jafnt til gagna sem sanna sakleysi eins og sekt. Það er grundvallaratriði mannréttinda að þetta jafnvægi sé virt.
Sannleikurinn sigrar að lokum!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Í gær

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“