fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Valgerður er 70 ára og neyðist til að flýja land: Pakkaði niður í síðasta kassann í kvöld

Margir í sömu stöðu – Ellilífeyririnn dugir ekki – Mátti ekki vinna lengur

Auður Ösp
Fimmtudaginn 16. júní 2016 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er alveg sama hvert litið er, það er eins og það sé allt gert til þess að tryggja að það sé ekki hægt að búa hérna,“ segir Valgerður Þorsteinsdóttir ellilífeyrisþegi. Hún hyggur á búferlaflutninga til Spánar. Ástæðan er einföld: Hún sér ekki fram að geta lifað mannsæmandi lífi hér á landi á þeim lífeyrisgreiðslum sem henni stendur til boða. Svimandi há húsaleiga étur upp tekjurnar um hver mánaðarmót. Það er því ekkert annað í stöðunni. Hún neyðist til að flýja land.

Þegar blaðamaður ræddi við Valgerði var nýbúið að koma seinasta kassanum með búslóð hennar fyrir í geymslu og sér hún því ekkert sér til fyrirstöðu. Hún tekur fram að hún sé ekki leitast eftir vorkunn með sinni frásögn. Staðreyndin sé einfaldlega sú að hennar staða er ekkert einsdæmi á meðal ellilífeyrisþegaa hér á landi sem horfi upp á meirihluta tekna sinna fara í húsleigu og mat þannig að ekkert er eftir. Hjá mörgum duga tekjurnar ekki einu sinni fyrir nauðsynjum.

„Það verður að halda þessari umræðu á lofti. Það eru alltof margir í þessari stöðu. Það er endalaust verið að tala um þetta en svo gerist aldrei neitt. Stjórnvöld verða bara að fara að taka við sér.

Valgerður hefur hingað til leigt 2 herbergja íbúð á höfuðborgarsvæðinu á 140 þúsund krónur á mánuði. „Það á að teljast mjög vel sloppið í dag. Þær íbúðir sem ég hef skoðað á leigumarkaðanum, 50 fermetra og tveggja herbergja íbúðir, eru að fara á 200 þúsund krónur á mánuði. Fólk sem er ekki með neitt nema lífeyrissjóðstekjur getur ekki farið út á þennan markað, það er bara útilokað.“

Alltaf greitt í lífeyrissjóð

Valgerður hefur verið í 51 ár á vinnumarkaðnum; Í 36 ár starfaði hún hjá Samvinnubankanum sem síðar varð Landsbankinn en síðan fékk húnuppsagnarbréf í hruninu. Hóf hún þá störf í apóteki Lyfju á Laugavegi þar sem hún undi sér að eigin sögn afar vel. Samkvæmt starfsmannastefnu Lyfju var henni gert að hætta þegar hún náði sjötugsaldri. Hún lét þó ekki deigan síga og fór að sinna sjálfboðavinnu hjá Rauða Krossinum.

Réttur til ellilífeyris myndast við 67 ára aldur og hefur Valgerður þegið lífeyrisgreiðslur síðan þá. „Ég hef alltaf greitt í lífeyrissjóð en þar af leiðandi skerðast líka bæturnar frá Tryggingastofnun. Þetta er náttúrulega bara þjófnaður og ekkert annað. Ef þú ert að vinna með lífeyristekjunum, eins og ég gerði, þá er þér refsað með skattlagningu upp í topp. Þannig fóru 40 prósent af mínum launatekjum í skatt.“

Valgerður hyggst sem fyrr segir flytja til Spánar, nánar tiltekið Torrevieja þar sem hún á meiri möguleika á að láta lífeyrisgreiðslurnar endast út mánuðinn.

„Ég býst við að vera farin fyrir mánaðamót. Húsnæðið úti kostar einn þriðja, jafnvel einn fjórða af því sem ég greiði hér. Húshitunarkostnaður og vatn er kannski eitthvað dýrara en hér heima en á móti kemur að þú greiðir ekki nærri því eins mikið fyrir mat og aðrar nauðsynjavörur,“ segir hún. „En þetta er bara eitthvað sem maður þarf að finna út úr og sjá svo til með. Maður lætur allavega ekki bjóða sér þetta líf hér á landi, það er alveg ljóst.“

Sonurinn vekur athygli á málinu

Sonur Valgerðar, Einar Scheving vekur athygli á stöðu móður sinni á Facebook en fjölmargir skrifa athugasemdir undir færsluna þar sem þeir minnast þess með hlýju að sjá Valgerði fyrir aftan afgreiðsluborðið í Lyfju á Laugavegi.

„Það vill svo til að þessi kona, sem er mér eðlilega mjög kær, stendur á miklum tímamótum. Hún er að leggja land undir fót og flytja til Spánar í næstu viku – og aðeins af einni ástæðu – hún hefur ekki efni á að búa á íslandi lengur, ekki frekar en stór hluti þjóðarinnar, sér í lagi ellilífeyrisþegar.“

Segir Einar og tekur hann sárt að sjá hvernig komið er fyrir móður hans.

„Sem betur fer er hún tiltölulega matgrönn og nægjusöm, en það sér það hver sem vill að það eru framin mannréttindabrot á ellilífeyrisþegum á Íslandi, á sama tíma og framkvæmdastjórar lífeyrissjóðanna eru sumir með hátt í 40 milljónir í árslaun. Hér er manneskja sem hefur alla tíð borgað sína skatta og í lífeyrissjóði en á nú engra annara kosta völ en að flýja land til þess að ná endum saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Í gær

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“