fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

„Ég hafði algjörlega sjálfstætt val. Þetta var mitt val og ég tel að ég hafi valið rétt.“

Ástríður Thorarensen um starfsferilinn og hjónabandið

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 13. júní 2016 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástríður Thorarensen stendur við hlið manns síns Davíðs Oddssonar í kosningabaráttu hans til embættis forseta Íslands. Í viðtali ræðir hún meðal annars um árin með Davíð, forsetaframboðið, pólitík, hatursumræðu og gildin í lífinu.

Hér á eftir fer stutt brot úr viðtalinu, sem lesa má í heild sinni í helgarblaði DV


Þú ert lærður hjúkrunarfræðingur og varst lengi í því starfi og á tíma þegar Davíð var orðinn valdamikill stjórnmálamaður. Segðu mér aðeins frá starfsferlinum í hjúkruninni.

„Ég var átján ára þegar við Davíð giftum okkur og átti eftir einn vetur í menntaskóla. Þorsteinn, sonur okkar, fæddist haustið sem ég útskrifaðist sem stúdent og ég var fyrstu tvö árin heima með hann. Davíð var þá nýbyrjaður í lögfræði og vann alltaf með námi, var leikhúsritari í Iðnó og með útvarpsþætti. Að þessum tveimur árum liðnum fór ég að vinna sem læknaritari við Landspítalann og vann þar í nokkur ár. Ég hafði verið svo lánsöm að allir í kringum mig voru frískir en þarna sá ég hvernig það er fyrir fólk að liggja veikt á sjúkrahúsi. Mér fannst að ég gæti lagt eitthvað af mörkum til góðs og fór að læra hjúkrun. Þá var Davíð kominn í borgarpólitíkina og þegar hann tók við starfi borgarstjóra var ég enn í námi en eftir nám fór ég að vinna sem hjúkrunarfræðingur. Ég vildi halda mínu striki og vinna við það sem ég hafði menntað mig í og hafði svo óskaplega mikla ánægju af.

Um það leyti sem Davíð var að söðla yfir í landsmálin sagði ég upp störfum á taugadeild Landspítalans. Hugmynd mín var að skipta um deild, prófa að vinna til dæmis á hjartadeild og handlækningadeild og bæta við þekkingu mína. Þá fór Davíð í landsmálin, það voru kosningar og hann tók við nýju og vandasömu starfi forsætisráðherra. Breytingar höfðu verið að eiga sér stað í heilbrigðiskerfinu um þær mundir og miklar uppsagnir voru í heilbrigðisgeiranum. Ég hugsaði með mér að þetta væri ekki rétti tíminn til að komast inn í nýtt starf. Tíminn leið og ég velti því fyrir mér hvort svo færi að ég myndi ekki nýta mér menntun mína til fulls. Ég gat ekki hugsað mér það og fór á öll þau námskeið og viðbótarnám í hjúkrun sem ég mögulega gat í þeirri von að komast aftur til starfa. Hjúkrunarstarfið fannst mér svo gefandi, mér fannst dásamlegt að vinna þessa vinnu og gerði mér vonir um að mitt starf þar gæti skipt máli. En Davíð var í þannig starfi að ég varð að fara með honum í ferðir og taka á móti gestum. Auðvitað hefði ég getað sagt: Ég fer ekki í utanlandsferðir og ekki í móttökur, en ég gerði það ekki því ég hef alltaf litið á okkur hjónin sem eina heild.

Það að vera í vinnu og taka stöðugt frí vegna ferðalaga, eins og ég hefði þurft að gera, gerir manni ekki að vinsælum starfskrafti og er ekki mjög gaman fyrir þá sem vinna með manni og skapar líka aukið álag á vinnustað. Allt þetta varð til þess að ég fór aldrei aftur í hjúkrunarstarfið.“

Sérðu eftir því að hafa ekki gert það?

„Ég hafði algjörlega sjálfstætt val. Þetta var mitt val og ég tel að ég hafi valið rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra

Play býður Katrínu Halldóru frítt flug á annan áfangastað – Vilja fá úttekt sambærilega við Tenerife-gagnrýnina sem lét þjóðina nötra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“

Ellý spáði fyrir örlögum Arnars í desember – „Heilinn í honum, hann hugsar öðruvísi en aðrir þjálfarar“