fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Anna Kristjáns: „Get ég búist við að einhver brjálæðingur ryðjist að mér með skotvopn?“

Hótað misþyrmingum og morðum í kjölfar kynleiðréttingar – Undrast ekki skotárásirnar í Orlando

Auður Ösp
Mánudaginn 13. júní 2016 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á meðan enn er til fólk sem ræktar með sér hatur gagnvart hinsegin fólki og gegn fjölbreytileika mannlífsins verð ég að búast við hinu versta um leið og ég vona hið besta,“ segir Anna Kristjánsdóttir, fyrsti Íslendingurinn sem gekkst undir kynleiðréttingu. Hún hefur ekki farið varhluta af fordómum að eigin sögn og verið hótað misþyrmingum og morðum. Hún segir hryðjuverkin í Orlando ekki hafa komið sér á óvart, miðað við hennar eigin reynslu.

Anna Kristjáns, sem áður hét Kristján, gekkst undir aðgerðina umræddu í Svíþjóð árið 1995 og sneri húnþaðan heim til Íslands. Hún er sem fyrr segir, fyrsti einstaklingurinn sem gekkst undir kynleiðréttingu hér á landi og vakti það töluverða athygli um miðbik tíunda áratugarins. Hún segir fordómana ekki hafa verið langt undan, þó þeir hafi farið minnkandi með árunum.

„Í byrjun voru ekki margir sem tóku þetta í sátt. Bara hugmyndina að framkvæma þessa aðgerð, en í dag er þetta gjörbreytt. Fyrstu árin voru erfið, svona fyrstu tíu árin. Svo fór þetta að gjörbreytast. Fyrstu jákvæðu viðbrögðin voru um aldamótin, en ég fann ekki fyrir almennri sátt fyrr en í kringum 2005,“ sagði hún meðal annars í viðtali við Fréttatímann í fyrra.

Anna ritar færslu á bloggsíðu sína þar sem hún segir að skotárásirnar í Orlando í gær hafi í raun lítið komi henni á óvart, verandi „gömul og reynslumikil transkona.“ Tekur hún fram að búið sé að skrá rúmlega 2000 hatursmorð gagnvart transfólki í heiminum frá árinu 2008 – og með árásunum í gær hafi nokkur bæst við fjöldann.

Þá segir Anna að á þeim tveimur áratugum sem liðnir eru frá því hún flutti til Íslands að nýju eftir „útlegð í Svíþjóð“ hafa henni borist allskyns hótanir um misþyrmingar og morð.

„Ég hef venjulega látið þetta framhjá mér fara enda oftast fólk í ölvunarástandi sem tjáir þau og enganveginn fært um að endurtaka þau edrú daginn eftir eða neitar að hafa tjáð sig um þau. Stundum í gegnum leyninúmer í síma. Sem betur fer hafa þessar hótanir minnkað með árunum og voru að mestu horfnar nýlega.“

Þá segir hún enn eina hótunina hafa borist fyrir aðeins sex vikum síðan: viðkomandi aðili taldi að hún ætti ekki rétt á að lifa og „væri best dáin.“ Segir Anna að sú manneskja sé haldin geðrænum kvillum og útilokað að hún hafi aðgang að skotvopnum og var því engin kæra lögð fram í því máli.

„Úr því að manneskja sem ég þekki getur látið svona, hvenær get ég búist við að einhver brjálæðingur á borð við Anders Behring Brevik ryðjist að mér með skotvopn?“ spyr Anna jafnframt og bætir við að slíkt muni vonandi aldrei gerast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Í gær

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“