Mynd af honum í körfuboltabúningi KR vekur athygli bresku pressunnar
Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, er líklega eitt þekktasta vöðvafjall heimsins um þessar mundir. Hafþór vekur athygli hvar sem hann kemur enda stór og sterkur með eindæmum. Þá hefur Hafþór leikið í Game of Thrones þar sem frammistaða hans hefur vakið athygli.
Breska blaðið Telegraph fjallar um þá mögnuðu breytingu sem Hafþór gekk í gegnum áður en hann varð hugfanginn af lyftingum. Hafþór þótti liðtækur körfuboltamaður á sínum yngri árum og spilaði með KR. Mynd af kappanum í körfuboltabúningi KR sem tekin var árið 2006, þegar Hafþór var 17 ára, sýnir ósköp venjulegan sautján ára körfuboltamann. Tveimur árum síðar fór Hafþór að æfa lyftingar á fullu.
Í umfjöllun Telegraph er vísað í viðtal sem GQ-tímaritið tók við Hafþór. „Ég var alltaf að meiðast. Ég meiddist illa á ökkla og þurfti að fara í aðgerð. Þegar ég jafnaði mig á aðgerðinni ákvað ég að taka mér frí frá körfubolta til að ná mér góðum í fætinum. Þá hafði ég tíma til að æfa og ég varð hugfanginn af lyftingum. Ég elskaði að leggja hart að mér á æfingum og var fljótur að sjá góðan árangur,“ segir Hafþór.
Telegraph birtir einnig upplýsingar um það sem Hafþór lætur ofan í sig á dæmigerðum degi.
Umfjöllunina og matseðil Hafþórs má sjá hér