fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Fókus

Hafþór Júlíus: Ótrúleg breyting vekur athygli

Mynd af honum í körfuboltabúningi KR vekur athygli bresku pressunnar

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 11. júní 2016 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, er líklega eitt þekktasta vöðvafjall heimsins um þessar mundir. Hafþór vekur athygli hvar sem hann kemur enda stór og sterkur með eindæmum. Þá hefur Hafþór leikið í Game of Thrones þar sem frammistaða hans hefur vakið athygli.

Breska blaðið Telegraph fjallar um þá mögnuðu breytingu sem Hafþór gekk í gegnum áður en hann varð hugfanginn af lyftingum. Hafþór þótti liðtækur körfuboltamaður á sínum yngri árum og spilaði með KR. Mynd af kappanum í körfuboltabúningi KR sem tekin var árið 2006, þegar Hafþór var 17 ára, sýnir ósköp venjulegan sautján ára körfuboltamann. Tveimur árum síðar fór Hafþór að æfa lyftingar á fullu.

Í umfjöllun Telegraph er vísað í viðtal sem GQ-tímaritið tók við Hafþór. „Ég var alltaf að meiðast. Ég meiddist illa á ökkla og þurfti að fara í aðgerð. Þegar ég jafnaði mig á aðgerðinni ákvað ég að taka mér frí frá körfubolta til að ná mér góðum í fætinum. Þá hafði ég tíma til að æfa og ég varð hugfanginn af lyftingum. Ég elskaði að leggja hart að mér á æfingum og var fljótur að sjá góðan árangur,“ segir Hafþór.

Telegraph birtir einnig upplýsingar um það sem Hafþór lætur ofan í sig á dæmigerðum degi.

Umfjöllunina og matseðil Hafþórs má sjá hér

Hafþór, sem stundum er kallaður Fjallið, er óarennilegur.
Stór og sterkur Hafþór, sem stundum er kallaður Fjallið, er óarennilegur.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu

Áslaug Arna skar sig úr í 28 þúsund króna peysu
Fókus
Í gær

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun

Magnús Hlynur miður sín þegar hann kom inn á N1 á Ártúnshöfða í morgun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar

Aðdáendur í áfalli yfir þyngdartapi söngkonunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“

Pabbi alræmdu hjákonunnar missti vinnuna – „Gerði hún HVAÐ á meðan hann svaf?!“