fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Ástríður: Ákvað að fyrirgefa

Ástríður Thorarensen lýsir umsátursástandi við heimili þeirra Davíðs

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 10. júní 2016 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástríður Thorarensen stendur við hlið manns síns Davíðs Oddssonar í kosningabaráttu hans til embættis forseta Íslands. Í viðtali ræðir hún meðal annars um árin með Davíð, forsetaframboðið, pólitík, hatursumræðu og gildin í lífinu.

Hér á eftir fer stutt brot úr viðtalinu, sem lesa má í heild sinni í helgarblaði DV

Óþverra hent í húsið

Hvernig var að upplifa hruntímann, það var mótmælt fyrir utan Seðlabankann og líka fyrir utan heimili ykkar.

„Árslok 2008 og byrjun 2009 voru mjög sérstakir tímar. Manninum sem reyndi að hamla gegn þeirri yfirgengilegu vitleysu sem gekk á og reyndi að vara við var kennt um það sem miður fór. Þegar fólkið í Seðlabankanum var að reyna að bjarga því sem bjargað varð fékk það ekki nokkurn vinnufrið fyrir hávaða í mótmælendum. Þetta finnst mér mjög dapurlegt.

Það var hent óþverra í húsið okkar og formælingar krotaðar á húsveggi. Dag eftir dag og viku eftir viku var hér umsátursástand. Ég hugsaði: „Þetta skaðar mig ekki, þetta skaðar Davíð ekki, en er alvarlegt mál fyrir þá sem missa svo algjöra stjórn á sér. Ég ætla ekki að láta þessa reynslu gera mig bitra, reiða og hatursfulla heldur líta svo á að þetta sé skóli og að nú reyni á mig. Ég ætla að fyrirgefa.“ Mér tókst það og er mjög fegin því. Þegar upp er staðið var þetta reynsla sem ég hefði ekki viljað missa af því hún þroskaði mig en ég myndi ekki óska neinum að standa í þessum sporum.

Hatursumræða finnst mér mjög dapurleg en á sama hátt og mér finnst að fólk hafi fullan rétt á að tjá sig og segja allt sem því dettur í hug þá hef ég líka fullan rétt á því að lesa það ekki. Maður verður líka að verja sig með því að leiða slík skrif hjá sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið